Glundroði skapaðist í Florida Mall Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. desember 2018 13:54 Florida mall er mörgum Íslendingum kunnug. Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Það sem fólk hélt að hefðu verið skothvellir olli glundroða í verslunarmiðstöðinni Flórída Mall í Bandaríkjunum síðdegis í gær að staðar tíma. Að minnsta kosti átján slösuðust þegar fólk reyndi í örvæntingu sinni að flýja út úr verslunarmiðstöðinni og voru átta þeirra fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Upphaf málsins má rekja til konu og karls sem áttu deilum í veitingastaðakjarna miðstöðvarinnar og þegar upp hófust handalögmál þeirra á milli féllu stólar með miklum skarkala. Einhver vitni sögðu manninn hafa dregið upp byssu en á fréttavef ABC á staðnum segir að engum skotum hafi verið hleypt af. Verslunarmiðstöðin Flórída Mall er Íslendingum vel kunn enda margir sem gera sér ferð þangað í dvöl sinni á Flórída nú um jólin. Linda Ólafsdóttir og maður hafa eytt jólahátíðinni ytra og voru stödd í verslunarmiðstöðinni þegar ósköpin gengu yfir. „Við sjáum allt í einu tvo menn koma hlaupandi fram hjá okkur og héldum fyrst að verið væri að elta búðarþjófa eða eitthvað slíkt. Áður en við var litið var holskefla af fólki, búðin tæmdist á örskotsstundu og við auðvitað hlupum með, eins og allir. Þegar við komum hlaupandi út sáum við að þar lágu símar og föt, fólk henti öllu frá sér og hljóp eins og fætur toguðu. Fólk streymdi út um allar gáttir.“ Linda segir að hjálp hafi borist mjög fljótt á svæðið „Bara nánast um leið við vorum komin í skjól út á bílaplani, með auðvitað fleiri hundruð manns, þá byrjaði sírenuhljóð að heyrast. Þeir streymdu að úr öllum áttum og þetta var alveg frábært viðbragð. Það var ótrúlegt að horfa á þetta. Þeir einangruðu húsið allan hringinn.“ Linda segir að litlar upplýsingar hafi verið að fá um hvað væri að gerast. „Það vissi eiginlega enginn neitt hvað var að gerast. Það kom enginn að tala við einn eða neinn enda fólk þarna tvístrað út um allt og sumir í angist.“ Konan og karlinn sem áttu í deilum á veitingastaðnum voru handtekin á vettvangi vegna málsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti aðstæður sem þessar skapast í Flórída Mall, að glundroði skapist þegar fólk telur sig hafa heyrt skothvell en það gerðist síðast árið 2016.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira