Þýskir knattspyrnuáhugamenn láta ekki bjóða sér hvað sem er og þeir kunna svo sannarlega að sýna hug sinn í verki þegar þeir verða ósáttir.
Knattspyrnuleikir á mánudagskvöldum er Þjóðverjum ekki að skapi. Dortmund tók á móti Augsburg í mánudagsleik í gær og mættu 25 þúsund færri á leikinn en venjulega hjá liðinu.
Meira að segja vallarþulur Dortmund tók þátt í mótmælunum er hann sagði fyrir leik að félagið væri einnig á móti mánudagsleikjum.
Ástæðan fyrir þessum leiktíma er að samkvæmt nýjum sjónvarpssamningi þurfa að vera nokkrir leikir á mánudögum. Dortmund ætlar að berjast fyrir því að þessu verði breytt.
Leikurinn fór annars 1-1 sem var nú ekki heldur til þess að kæta stuðningsmenn Dortmund.
Mótmæltu mánudagsleikjum með því að mæta ekki á völlinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn

„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn
