Viðskipti innlent

Skráðu sig fyrir 30 prósenta hlut

Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Vísir/Pjetur
Fjárfestar hafa skráð sig fyrir samanlagt nærri 30 prósenta eignarhlut í Arion banka í hlutafjárútboði bankans, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Miðað við gengið í útboðinu – 0,6 til 0,7 sinnum bókfært eigið fé bankans – er söluverðmæti hlutarins 40 til 46,5 milljarðar.

Heimildir blaðsins herma að í gær hafi fjárfestar verið búnir að skrá sig fyrir hlutafé sem nemur um 30 prósentum yfir lágmarksstærð útboðsins eða samanlagt um 29,5 prósenta hlut.

Sjá einnig: Selja vart meira en um fjórðung í Arion



Kaupþing og vogunarsjóðurinn Attestor Capital hyggjast selja að lágmarki 22,6 prósent í útboðinu en að hámarki um 41 prósent.

Líkt og Markaðurinn greindi frá var pantanabók fyrir um fjórðungshlut í bankanum orðin full á þriðjudag. Hafa erlendir fjárfestingarsjóðir verið fyrirferðarmestir þeirra sem hafa skráð sig fyrir hlut.




Tengdar fréttir

Selja vart meira en um fjórðung í Arion

Arðsemi eigin fjár af kjarnastarfsemi Arion banka hefur dregist saman og kostnaðarhlutfallið hækkað á undanförnum árum. Talið var nauðsynlegt að verðleggja bankann lágt í útboðinu til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta. Lágt gengi hefur hreyft við fjárfestum.

Vilja kaupa um 5 prósenta hlut í Arion

Tveir erlendir fjárfestingarsjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa allt að 20 prósent af þeim bréfum sem verða seld í útboði Arion banka. Sjóðirnir eru fyrir á meðal stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×