Alonso mun prófa núverandi útgáfu Indycar-bíls Andretti Autosport liðsins á Barber-brautinni í Alabama á miðvikudag. Motorsport.com segir að prófunin verði lokuð fjölmiðlum og almenningi.
Ekkert hefur verið staðfest um hvar Alonso ekur á næsta tímabili. Spánverjinn er þó sagður áhugasamur um að sigra í Indy 500-kappakstrinum og fullkomna þar með svonefnda „þrefalda kórónu“ aksturíþrótta: sigur í Indy, Mónakó og Les Mans.
Vangaveltur hafa verið um að Alonso gæti að minnsta kosti keppt í Indy 500-kappakstrinum á næsta ári líkt og hann gerði í fyrra. Hann er þó talinn vilja keppa heilt tímabil vestanhafs til þess að auka möguleika sína á sigri í Indianapolis.
McLaren boss @ZBrownCEO confirms that @alo_oficial will test an Indycar next week, as he looks at 2019
— Andrew Benson (@andrewbensonf1) August 31, 2018