Maður í haldi vegna húsbrota á Vesturlandi og allar tengingar kannaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 11:07 Frá Grundarfirði. vísir/vilhelm Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga. Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu vegna húsbrota á Hellissandi og í Grundarfirði í gær. Þetta staðfestir lögregla á Vesturlandi í samtali við Vísi. Þá rannsakar lögregla á Norðurlandi eystra þrjú ný húsbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Um er að ræða tvö húsbrot, eitt á Hellissandi og annað í Grundarfirði, að sögn Jónasar Ottóssonar, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi. Einn var handtekinn í gær vegna gruns um aðild að báðum brotunum. Maðurinn var ekki handtekinn á vettvangi brotanna heldur á öðrum stað skömmu síðar. Ekki fengust upplýsingar um hverju var stolið og þá var ekki hægt að greina frá því hvort maðurinn væri erlendur. Fleiri húsbrot eru ekki til rannsóknar í umdæminu.Greint hefur verið frá húsbrotum og grunsamlegum mannaferðum í öðrum landshlutum síðustu vikur og rannsakar lögregla á Vesturlandi nú hvort málin tengist. „Við erum með málin í rannsókn og mann í haldi. Við erum að kanna allar tengingar,“ segir Jónas.Brotist inn á Raufarhöfn og Kópaskeri Jóhannes Sigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Norðurlandi eystra, segir í samtali við Vísi að lögregla í umdæminu rannsaki nú þrjú ný innbrot á Raufarhöfn og eitt á Kópaskeri. Enginn er í haldi lögreglu vegna málanna og þá segir Jóhannes að ekki sé endilega um sömu aðila að ræða.Frá Raufarhöfn.Vísir/PjeturGert er ráð fyrir að brotist hafi verið inn í húsin 28. eða 29. ágúst síðastliðinn en íbúar átta sig oft ekki á því fyrr en einhverju síðar að þjófar hafi látið greipar sópa. „Það er yfirleitt gengið mjög snyrtilega um og þannig að maður verði ekki var við það að gengið hafi verið inn í húsin. Þá er ekki verið að taka neitt nema skartgripi og reiðufé.“ Að sögn Jóhannesar hafa ellefu sambærileg tilvik verið skráð hjá lögreglu á Norðurlandi eystra síðustu vikur og hefur fjöldinn aukist í ágúst. Tilkynningarnar teygja sig um allt umdæmið og hafa mál m.a. komið upp á Dalvík, Húsavík og í Mývatnssveit. Ekki er tilkynnt um þjófnað í öllum tilvikum.Rignir inn tilkynningum vegna grunsamlegs manns Í vikunni var greint frá því að næsta víst þyki að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur til að mynda gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. Bjarni Bjarnason, rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn málsins. Tilkynningum um menn, sem passi við lýsingar á grunsamlegum mönnum í tengslum við málið, hafi þó rignt inn til lögreglu. Enginn sé þó í haldi og þá hefur ekki verið tilkynnt um ný mál til lögreglu á Austurlandi síðustu daga.
Grundarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56 Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44 Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Íbúar á Austurlandi hvattir til að læsa húsum sínum Lögreglan á Austurlandi hvetur íbúa á svæðinu til að læsa húsum sínum og vera á varðbergi vegna fjölda innbrota undanfarið. 28. júní 2018 09:56
Rannsaka hvort mennirnir hafi stundað skipulagða brotastarfsemi víða um land Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú hvort tveir erlendir karlmenn, sem hún handtók í gær, hafi stundað skipulögð innbrot og þjófnað á nokkrum stöðum á landinu að undanförnu. Fleiri lögregluumdæmi taka þátt í rannsókninni. 27. júní 2018 12:44
Skipulagðir glæpahópar frá Evrópu herja á ólæst hús á landsbyggðinni Næsta víst þykir að skipulagðir glæpahópar í Evrópu geri út þjófagengi sem hafa herjað á heimili víða á Íslandi í sumar. Lögreglan á Austurlandi hefur gert víðtæka leit að grunsamlegum mönnum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði síðustu daga. 29. ágúst 2018 11:38