Undirbúa hópmálsókn vegna hækkunar á fasteignagjöldum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. ágúst 2018 07:00 Hvergi á landinu eru jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fréttablaðið/hag Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Grímsnes- og Grafningshreppur á yfir höfði sér hópmálsókn sumarhúsaeigenda vegna ákvörðunar sveitarfélagsins um að hækka fasteignagjöld hjá öllum þeim sem sækja um leyfi til 90 daga heimagistingar. Lögmaður sumarhúsaeigendanna segir enga lagastoð fyrir gjaldtökunni og að sveitarfélagið hunsi úrskurð yfirfasteignamatsnefndar en sveitarstjóri segir að bíða þurfi niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Sveitarfélagið tók ákvörðun um að reikna fasteignagjöld á viðkomandi sumarhús samkvæmt gjaldstofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga sem eru um fjórum sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er óháð því hvort eigandi sumarhússins leigi út í 90 daga eða engan dag. Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður sækir málið fyrir sumarhúsaeigendurna. Hann telur skorta fullnægjandi lagastoð fyrir gjaldtökunni. „Í lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er sérstaklega tekið fram að heimagisting teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laganna um tekjustofna sveitarfélaga. Þetta getur vart verið skýrara í mínum huga,“ segir Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því að skattleggja heimagistingu sem atvinnustarfsemi á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga eru því haldlaus með öllu.“Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður.Um eitt og hálft ár er frá því að sveitarfélagið tók ákvörðun um gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeigandi skaut málinu til yfirfasteignamatsnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að álagður fasteignaskattur á sumarhús sem er skráð til útleigu heimagistingar í Grímsnes- og Grafningshreppi skyldi að öllu leyti miðast við íbúðarhúsnæði. „Sveitarfélagið hefur hunsað þessa niðurstöðu yfirfasteignamatsnefndarinnar og lagði á fasteignagjöld fyrir árið 2018 með sama hætti og áður,“ segir Einar. Aðspurður segir hann að nokkrir sumarhúsaeigendur hafi leitað til hans en slagkrafturinn verði meiri eftir því sem fleiri koma að. Þá segir hann mikla hagsmuni í húfi enda séu hvergi á landinu jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri segir sveitarfélagið bíða niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt verði að taka ákvörðun um framhald gjaldtökunnar. „Sveitarstjórn samþykkti að höfða viðurkenningarmál á álagningu fasteignagjalda eftir úrskurð yfirfasteignamatsnefndar fyrir Héraðsdómi Suðurlands vegna þess að okkur fannst úrskurðurinn stangast á við aðra úrskurði nefndarinnar,“ segir Ingibjörg. „Við búumst við niðurstöðu í málinu um miðjan október en þangað til höldum við okkar striki. Ef niðurstaðan er sú að við séum að innheimta fasteignagjöld á rangan hátt þá leiðréttum við það að sjálfsögðu.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Skattar og tollar Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira