Við erum á góðri vegferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2018 08:00 Hallbera er einn reynslumesti leikmaður íslenska liðsins vísir/vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Hallbera Guðný Gísladóttir leikur sinn 97. landsleik þegar Ísland tekur á móti Þýskalandi í undankeppni HM á morgun. Leikir íslenska kvennalandsliðsins hafa sjaldan ef aldrei verið af þessari stærðargráðu en með sigri tryggja Íslendingar sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM fer fram að ári. „Andinn í hópnum er mjög góður eins og vanalega. Þetta er mjög skemmtilegur og samstilltur hópur og maður finnur að það er kraftur og trú í honum. Það stefna allir í sömu átt og það er gott að koma inn í þannig hóp,“ segir Hallbera í samtali við Fréttablaðið. Hún segist hafa beðið lengi eftir leiknum gegn Þýskalandi. „Já, eftir að við komum okkur í þá stöðu að þetta yrði úrslitaleikur er maður búinn að bíða eftir honum. Það er mikil tilhlökkun og gaman að það sé komið að þessu,“ segir Hallbera. Öll athyglin hefur beinst að Þýskalandsleiknum en þremur dögum síðar mætir Ísland Tékklandi á Laugardalsvellinum. Sá leikur gæti reynst mikilvægur vinni Íslendingar ekki Þjóðverja á morgun. En er hættulegt að einblína svona mikið á annan leikinn frekar en hinn? „Við vitum alveg að við erum að fara að spila tvo leiki. Tékkaleikurinn gæti líka orðið úrslitaleikur en eins og staðan er núna gætum við komist á HM í næsta leik. Það er alveg eðlilegt að einbeitingin fari á hann. Við tökum bara einn leik fyrir í einu, þessi klassíska setning.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska liðsins hafa ítrekað að liðið muni spila til sigurs gegn Þýskalandi. Jafntefli yrðu hins vegar góð úrslit en þá þyrfti Ísland að vinna Tékkland á þriðjudaginn til að tryggja sér sæti á HM. „Við búumst ekki við því að stjórna ferðinni og það liggur á okkur og ef staðan er 0-0 eftir 90 mínútur tökum við jafntefli. Að sama skapi verða þær ekki sáttar með það. Jafntefli heldur okkur inni í þessu,“ sagði Hallbera. Sem kunnugt er vann Ísland fyrri leikinn gegn Þýskalandi, 2-3. Síðan þá hafa Þjóðverjar skipt um þjálfara og náð vopnum sínum á nýjan leik. Hallbera segir erfitt að meta það hvort þýska liðið sé sterkara núna en það var fyrir ári. „Ég átta mig ekki alveg á því. Þótt það vanti einhverja lykilmenn hjá þeim eru þær með það sterkan hóp að annar mjög góður leikmaður kemur inn. Breiddin hjá Þýskalandi er fáránlega mikil. Þjóðverjar eru alltaf með eitt af bestu liðum í heimi,“ sagði Hallbera. En er íslenska liðið betra en fyrir ári? „Það er góð spurning. Við erum á góðri vegferð. Við höfum fengið nýja leikmenn inn á meðan aðrir hafa dottið út. Hópurinn er fljótur að samstilla sig og slípa sig saman. Við erum allar klárar í verkefnið.“ Uppselt er á leikinn á laugardaginn og það er því ljóst að áhorfendametið á kvennalandsleik á Laugardalsvelli verður slegið. „Það er ótrúlega gaman,“ sagði Hallbera. „Það er miklu skemmtilegra að spila þegar það er stemming á vellinum. Þetta gefur okkur auka kraft þótt aðaleinbeitingin verði á leiknum og hvað við ætlum að gera inni á vellinum.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira