Vilja frekar deyja en að snúa aftur á götuna á Grikklandi Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 29. desember 2018 21:15 Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“ Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Mörg hundruð þúsund hælisleitendur hafa komið til Evrópu í gegnum Grikkland undanfarin ár og hafa þúsundir fengið þar dvalarleyfi. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir æ fleiri koma til Íslands í leit að hæli sem nú þegar eru komnir með dvalarleyfi á Grikklandi enda séu aðstæður þar óviðunandi og fólk geti ekki lifað þarna. Eftir að fólkið fái þar dvalarleyfi fái það litla sem enga aðstoð frá ríkinu og hafi engan stað til að búa á. Þá fái það hvergi vinnu og mæti andúð af hálfu samfélagsins. Toma segir að nú séu átta manns, ýmist frá Íran eða Afganistan, sem komi í kirkjuna í þessari stöðu. Það séu talsvert fleiri en áður. Hann hafi áhyggjur af hópnum þar sem litlar líkur eru á að þeir fái hæli hér enda komnir með dvalarleyfi í öðru landi. Það verði hins vegar að taka tillit til aðstæðna en á Grikklandi séu þær mjög slæmar. „Ég vona að þessi stjórnvöld okkar skoði málið og geri nokkrar nauðsynlegar breytingar,“ segir Toma. Allir skjólstæðingar Toma sem eru í þessari stöðu flúðu heimalandið vegna ofsókna vegna trúar sinnar. Þeir hafa búið á Grikklandi um nokkurn tíma þar sem þeir bjuggu á götunni og segir Toma marga þeirra vilja frekar deyja hér á landi en að snúa aftur. Milad er einn þeirra sem kom til Íslands frá Grikklandi, en hann er menntaður verkfræðingur og hefur aldrei kynnst slíkum aðstæðum áður. „Ég hafði allt í föðurlandi mínu. Ég hef aldrei lifað svona og það er erfitt fyrir mig að segja það en ég þurfti að finna mat í ruslinu,“ segir Milad sem segist kvíða þess að vera sendir aftur enda sé ekkert nema gatan sem bíði þeirra. „Flóttamenn þurfa að eiga betri framtíð. Þeir þurfa að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir.“
Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Tengdar fréttir Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Þrjú hundruð sóttu um hæli hér á landi fyrri helming ársins Allt síðasta ár voru hælisleitendur á Íslandi rúmlega eitt þúsund. Tölfræðiskýrsla UNHCR fyrir Norður-Evrópu veitir upplýsingar um flóttafólk, hælisleitendur og ríkisfangslausa einstaklinga í þessum heimshluta. 11. október 2018 10:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“