Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 29. desember 2018 13:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna Brexit. EPA/ Luke MacGregor Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15