Frábær dagur hjá Valdísi Þóru sem er komin upp í fjórða sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2018 13:58 Valdís Þóra Jónsdóttir komst upp í hóp efstu kylfinga með frábærri spilamennsku. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði frábærlega á öðrum degi Investec golfmótsins í Suður Afríku í dag en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Valdís Þóra spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum í gær og var því 27 sætum frá toppnum. Hún fann sig hinsvegar miklu betur í dag og lék þá á þremur höggum undir pari. Valdís Þóra fékk fjóra fugla á fyrstu níu holunum og var þar með komin tvö högg undir par samanlagt. Einn fugl og einn skolli á næstu átta holum en svo fékk hún skolla á átjándu holunni. Valdís hefur þar með tapað þremur höggum á átjándu holunni því hún fékk skramba á henni í gær. Valdís lék því á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Hún er því ða einu höggi undir pari samtals og kom inn í fjórða sætinu. Valdís Þóra er þvi í toppbaráttunni fyrir lokahringinn en leiknar verða aðeins 54 holur og mótinu lýkur því á morgun. Þetta er annað LET-mótið á stuttum tíma þar sem Valdís Þóra er í toppbaráttunni en hún varð í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fór í Ástralíu í febrúar. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði frábærlega á öðrum degi Investec golfmótsins í Suður Afríku í dag en mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Valdís Þóra spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum í gær og var því 27 sætum frá toppnum. Hún fann sig hinsvegar miklu betur í dag og lék þá á þremur höggum undir pari. Valdís Þóra fékk fjóra fugla á fyrstu níu holunum og var þar með komin tvö högg undir par samanlagt. Einn fugl og einn skolli á næstu átta holum en svo fékk hún skolla á átjándu holunni. Valdís hefur þar með tapað þremur höggum á átjándu holunni því hún fékk skramba á henni í gær. Valdís lék því á 69 höggum í dag eða þremur höggum undir pari. Hún er því ða einu höggi undir pari samtals og kom inn í fjórða sætinu. Valdís Þóra er þvi í toppbaráttunni fyrir lokahringinn en leiknar verða aðeins 54 holur og mótinu lýkur því á morgun. Þetta er annað LET-mótið á stuttum tíma þar sem Valdís Þóra er í toppbaráttunni en hún varð í þriðja sæti á Ladies Classic Bonville mótinu sem fram fór í Ástralíu í febrúar.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira