Pálmasynir boða blandaða byggð í Brúneggjalandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2018 10:12 Sigurður Gísli Pálmason hefur hug á að byggja upp blandaða byggð í Teigslandi. Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan. Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bræðurnir Jón Pálmason og Sigurður Gísli Pálmason hafa áhuga á því að koma upp blandaðri atvinnu- og íbúabyggð í Teigslandi í Mosfellsbæ þar sem Brúnegg voru með eggjaframleiðslu sína. Þetta kemur fram í bréfi Jóns til Bæjarráðs Mosfellsbæjar en bréfið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gærmorgun. RÚV greindi fyrst frá. Jón sendir bréfið fyrir hönd eigenda Teiglands ehf en þeir bræðurnir eiga meirihluta í því. Auk þeirra á Bjarni Ásgeir Jónsson fjórðungshlut ásamt systkinum sínum. Þeir óska eftir fundi með bæjaryfirvöldum um framtíðarnýtingu landsins. Brúnegg urðu gjaldþrota í mars.Vísir/Daníel Gjaldþrot eftir fjölmiðlaumfjöllun „Frá því starfsemi Brúneggja lagðist af fyrir rúmu ári, þá hefur verið farið yfir kosti og galla á áframhaldandi nýtingu þess húsnæðis sem er til staðar. Niðurstaða okkar er að það sé skynsamlegt að skoða aðra valkosti um nýtingu landsins,“ segir í bréfinu. Eigendur eggjaframleiðslufyrirtækisins Brúneggja, sem hafði bækistöðvar í Teigslandi, óskaði í mars í fyrra eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá eigendum Brúneggja sagði að nær öll eggjasala fyrirtækisins hefði stöðvast strax eftir umfjöllun Kastljóss. Fljótlega hefði blasað við að „lífróður eigendanna myndi ekki duga til að halda fyrirtækinu gangandi nema í takmarkaðan tíma.“ Hugmyndir bræðranna Jóns og Sigurðar Gísla snúa að því að fjarlægja núverandi fasteignir af landinu og skipuleggja það með blandaðri atvinnu- og íbúðabyggð. „Um gæti verið að ræða 10-15 þús. m2 af atvinnuhúsnæði og 200 íbúðir í sérbýli og fjölbýli, bæði á því landi sem er skilgreint í aðalskipulagi sem íbúðasvæði og landbúnaðarsvæði.“ Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA.Vísir/Ernir Efnaðir bræður Jón og Sigurður Gísli hafa verið á meðal efnuðustu manna landsins um árabil. Jón hefur verið á meðal skattakónga en fjallað hefur verið um eignir hans í fjölmiðlum í Danmörku þar sem hann á glæsilegt hús. Sigurður Gísli, sem lengi vel var kenndur við Hagkaup, er eigandi Miklatorgs hf ásamt Jóni bróður sínum. Miklatorg ehf rekur IKEA á Íslandi. Sigurður Gísli er stjórnarformaður IKEA. Þá hefur hann látið í sér heyra í umræðum um virkjun í Árneshreppi á Ströndum en hann telur mun betur til þess fallið að stofna þjóðgarð á svæðinu en að virkja. Bræðurnir hafa verið iðnir við kaup og sölu lóða undanfarin ár auk þess að hafa komið að rekstri fjölmiðla, Fréttatímans í tilfelli Sigurðar Gísla og Morgunblaðsins í tilfelli Jóns. Þá eru þeir á meðal eigenda Kersins í Grímsnesi.Bréfið má sjá hér að neðan.
Skipulag Brúneggjamálið Mosfellsbær Tengdar fréttir Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52 Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30 Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Óttast óafturkræfar breytingar á menningu og náttúru Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar Stjórnarformaður IKEA á Íslandi vill láta kanna möguleika á stofnum þjóðgarðar á svæðinu. 30. október 2017 17:52
Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember og bauð á dögunum til veislu á Tröllaskaga. 10. janúar 2018 11:30
Sigurður og félagar opna IKEA-verslun í Lettlandi Eigendur IKEA á Íslandi stefna á að opna IKEA-verslun í Riga, höfuðborg Lettlands, á næsta ári. 1. febrúar 2017 12:53