Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2018 23:55 Fjögurra er leitað í tengslum við hópnauðgun á konum í Nýju Delí. Vísir/Getty Sex karlmenn eru grunaðir um hópnauðgun á fimm konum sem starfa fyrir hjálparsamtökin Asha Kiran sem sérhæfa sig í baráttunni gegn mansali. Hjálparsamtökin eru starfrækt í þorpi í austurhluta Indlands. Tveir mannanna hafa verið handteknir og ákærðir en lögreglan leitar enn hinna fjögurra. Auk þeirra tveggja sem voru handteknir var einn af stjórnendum skóla í þorpinu líka handtekinn. Talið er að hann búi yfir vitneskju um glæpinn auk þess að hafa hjálpað til við að fremja árásina á konurnar. CNN segir frá þessu. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í þorpinu Kochang í Khunti-héraðinu sem er í námunda við svæðið þar aðrir hrottalegir glæpir hafa verið framdir nýlega. Í síðasta mánuði komu upp tvö tilvik þar sem unglingsstúlku var nauðgað og í henni kveikt með þeim afleiðingum að hún dó af sárum sínum. Hugsjónarkonurnar fimm, sem beita sér gegn mansali, eru útskrifaðar af spítalanum en dvelja nú í kvennaathvarfi. Konunum hefur verið útveguð lögregluvernd og áfallahjálp. Árásin átti sér stað þegar konurnar túlkuðu og fluttu leikrit fyrir gangandi vegfarendur í þorpinu. Verkið fjallaði um mansal og átti að vera til vitundarvakningar um alvarleika málefnisins. Í miðju leikriti réðust nokkrir vopnaðir karlmenn að konunum og teymdu þær með sér inn í nærliggjandi skóg. Þar urðu þær fyrir barsmíðum og nauðgunum. Þeim var síðan sleppt lausum þremur klukkustundum síðar. Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins. Í kringum hundrað kynferðisofbeldisbrot eru tilkynnt til lögreglunnar á Indandi dag hvern. Tengdar fréttir Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Sex karlmenn eru grunaðir um hópnauðgun á fimm konum sem starfa fyrir hjálparsamtökin Asha Kiran sem sérhæfa sig í baráttunni gegn mansali. Hjálparsamtökin eru starfrækt í þorpi í austurhluta Indlands. Tveir mannanna hafa verið handteknir og ákærðir en lögreglan leitar enn hinna fjögurra. Auk þeirra tveggja sem voru handteknir var einn af stjórnendum skóla í þorpinu líka handtekinn. Talið er að hann búi yfir vitneskju um glæpinn auk þess að hafa hjálpað til við að fremja árásina á konurnar. CNN segir frá þessu. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í þorpinu Kochang í Khunti-héraðinu sem er í námunda við svæðið þar aðrir hrottalegir glæpir hafa verið framdir nýlega. Í síðasta mánuði komu upp tvö tilvik þar sem unglingsstúlku var nauðgað og í henni kveikt með þeim afleiðingum að hún dó af sárum sínum. Hugsjónarkonurnar fimm, sem beita sér gegn mansali, eru útskrifaðar af spítalanum en dvelja nú í kvennaathvarfi. Konunum hefur verið útveguð lögregluvernd og áfallahjálp. Árásin átti sér stað þegar konurnar túlkuðu og fluttu leikrit fyrir gangandi vegfarendur í þorpinu. Verkið fjallaði um mansal og átti að vera til vitundarvakningar um alvarleika málefnisins. Í miðju leikriti réðust nokkrir vopnaðir karlmenn að konunum og teymdu þær með sér inn í nærliggjandi skóg. Þar urðu þær fyrir barsmíðum og nauðgunum. Þeim var síðan sleppt lausum þremur klukkustundum síðar. Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins. Í kringum hundrað kynferðisofbeldisbrot eru tilkynnt til lögreglunnar á Indandi dag hvern.
Tengdar fréttir Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Enn eitt hrottafengið nauðgunarmál skekur Indland Stúlkubarn berst fyrir lífi sínu eftir að frændi hennar nauðgaði henni á sunnudag. 30. janúar 2018 06:22