Enski boltinn

Dómarasamtökin viðurkenna mistök myndbandsdómarans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Graham Scott gaf Willian gula spjaldið fyrir leikaraskap. Eins fengu Pedro og Alvaro Morata gul spjöld fyrir sömu brot áður en þeir fengu báðir annað gult spjald og þar með rautt.
Graham Scott gaf Willian gula spjaldið fyrir leikaraskap. Eins fengu Pedro og Alvaro Morata gul spjöld fyrir sömu brot áður en þeir fengu báðir annað gult spjald og þar með rautt. vísir/getty
Dómarasamtökin á Englandi hafa viðurkennt að myndbandsdómarinn hefði átt að grípa inn í þegar Willian var sýnt gula spjaldið í leik Chelsea og Norwich í gær.

Antonio Conte gagnrýndi myndbandsdómgælsuna harðlega eftir leikinn, en Willian fékk gult spjald fyrir leikaraskap í stað þess að fá það sem Conte þótti vera augljós vítaspyrna.

Sjá einnig: Conte ósáttur með myndbandsdómara: Willian átti að fá víti

Samkvæmt heimildum Telegraph horfði Mike Jones, myndbandsdómari leiksins, oftar en tíu sinnum á tæklingu Timm Klose á Willian áður en hann ákvað að Graham Scott, dómari leiksins, hefði ekki gert augljós mistök í því að dæma ekki vítaspyrnu.

Hins vegar þá snertust fætur leikmannanna, sem olli því að Willian féll til jarðar, svo Jones hefði getað komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri vítaspyrna.

Þótt það sé umdeilanlegt hvort um víti hafi verið að ræða eða ekki telja dómarasamtökin það klárt mál að Willian hefði aldrei átt að fá gult spald og þar hefði Jones átt að grípa inn í.

Mistökin eru talin vera vegna þess að Jones hafi ekki tekið sér tíma í að skoða upptöku af atvikinu hægt, en á fullum hraða er ekki augljóst að snerting hafi átt sér stað.

Willian á hins vegar engan rétt á því að áfrýja gula spjaldinu, þrátt fyrir þessar upplýsingar, því ekki er hægt að áfrýja gulum spjöldum á Englandi, aðeins dómarinn getur tekið þau til baka á meðan leik stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×