Eini fangavörðurinn á vaktinni fluttur suður með heilablóðfall Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Garðar Svansson er enn að jafna sig á Borgarspítalanum eftir heilablóðfall á næturvakt á Kvíabryggju. Vísir/Hanna „Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
„Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira