Verð á eldislaxi lækkað um þriðjung Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. janúar 2018 08:00 Verð á laxi hefur farið lækkandi vegna aukins framboðs á heimsmarkaði. Vísir/Vilhelm Eftir látlausar verðhækkanir á eldislaxi árið 2016 tók verðið að lækka í fyrra. Kílóverð á eldislaxi hefur fallið um ríflega þriðjung í norskum krónum frá því það var hvað hæst í byrjun árs 2017. Framvirkir samningar á Fish Pool markaðinum í Noregi gefa jafnframt til kynna að verð á laxi haldi áfram að lækka næstu fjögur árin. „Við viljum auðvitað frekar að verðið sé hátt heldur en lágt en við lítum ekki á þetta sem einhverja katastrófu,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins. „Okkar framtíðaráætlanir í laxeldi eru alls ekki byggðar á þeim verðum sem við sáum árin 2016 og 2017. Við sem höfum starfað lengi við laxeldi erum vanir því að sjá verðið sveiflast upp og niður. Við megum ekki gleyma því að sögulega séð er verðið enn þá mjög hátt,“ bætir hann við. Samkvæmt sérstakri laxavísitölu Nasdaq fór verð á eldislaxi í hæstu hæðir seinni hluta árs 2016. Var kílóverðið um tíma um 80 norskar krónur. Síðan þá hefur verðið hins vegar farið hríðlækkandi og er nú um 54 norskar krónur.Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir væntingar um aukið magn eldislax, sér í lagi í Noregi og Síle, sem eru stærstu útflytjendur laxins í heiminum, hafa þrýst verðinu niður. „Framboðið er að aukast um sjö prósent á heimsvísu á þessu ári. Neyslan hefur haldið áfram að aukast en engu að síður virðist sem framboðsaukningin sé meiri en neysluaukningin,“ útskýrir hann. Framboð á heimsmarkaði dróst verulega saman vegna hremminga í framleiðslunni í Noregi og Síle. Löndin hafa hins vegar náð vopnum sínum og hefur framboðið aukist að nýju. Telja margir greinendur því viðbúið að verðið muni halda áfram að lækka. „Þegar við sjáum fram á að framboðið verði meira í ár en í fyrra skapast eðlilega ótti um að í vændum sé verðleiðrétting,“ segir Lage Bogren, greinandi hjá bankanum Carnegie. Verðfallið á síðustu mánuðum hefur jafnframt stuðlað að lækkandi gengi hlutabréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum, en nokkur þeirra eiga ráðandi hlut í íslenskum fiskeldisstöðvum. Hlutabréf í þeim fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru á markað í Ósló hafa sem dæmi lækkað að meðaltali um 15 prósent í verði frá því um miðjan októbermánuð í fyrra. Þá var nýlega greint frá því að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í starfsstöð sinni að Glyvrum. Er ástæðan sögð minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi en lækkandi verð á laxi hefur rýrt afkomu fyrirtækisins.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðvaHorfurnar ágætar Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af lækkandi verði. „Horfurnar til lengri tíma eru taldar ágætar. Það er bæði vöxtur í eftirspurn og framleiðslu og til lengri tíma litið hefur vöxturinn í eftirspurninni að jafnaði verið meiri.“ Aðspurður segir Jón Þrándur ólíklegt að verðlækkanir síðustu mánaða muni hafa afgerandi áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi. „En alla jafna setja verðlækkanir þrýsting á rekstrarmenn að reyna að halda kostnaði niðri. Menn fara þá að huga að því hvort þeir geti ekki hagrætt í rekstri. Það er eitthvað sem fyrirtækin þurfa ávallt að velta fyrir sér,“ nefnir hann og bætir við: „Það sem hefur frekar tafið uppbyggingu í greininni eru leyfismálin, ekki verðþróunin á mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir annað en að menn muni áfram fjárfesta í greininni og reyna að byggja upp. Það er auðvitað með þessa grein líkt og aðrar að það koma góðir tímar og slæmir. Verðið kemur til með að fara upp og það kemur til með að fara niður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Eftir látlausar verðhækkanir á eldislaxi árið 2016 tók verðið að lækka í fyrra. Kílóverð á eldislaxi hefur fallið um ríflega þriðjung í norskum krónum frá því það var hvað hæst í byrjun árs 2017. Framvirkir samningar á Fish Pool markaðinum í Noregi gefa jafnframt til kynna að verð á laxi haldi áfram að lækka næstu fjögur árin. „Við viljum auðvitað frekar að verðið sé hátt heldur en lágt en við lítum ekki á þetta sem einhverja katastrófu,“ segir Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, stærsta fiskeldisfyrirtækis landsins. „Okkar framtíðaráætlanir í laxeldi eru alls ekki byggðar á þeim verðum sem við sáum árin 2016 og 2017. Við sem höfum starfað lengi við laxeldi erum vanir því að sjá verðið sveiflast upp og niður. Við megum ekki gleyma því að sögulega séð er verðið enn þá mjög hátt,“ bætir hann við. Samkvæmt sérstakri laxavísitölu Nasdaq fór verð á eldislaxi í hæstu hæðir seinni hluta árs 2016. Var kílóverðið um tíma um 80 norskar krónur. Síðan þá hefur verðið hins vegar farið hríðlækkandi og er nú um 54 norskar krónur.Jón Þrándur Stefánsson, yfirmaður greininga hjá Markó Partners, segir væntingar um aukið magn eldislax, sér í lagi í Noregi og Síle, sem eru stærstu útflytjendur laxins í heiminum, hafa þrýst verðinu niður. „Framboðið er að aukast um sjö prósent á heimsvísu á þessu ári. Neyslan hefur haldið áfram að aukast en engu að síður virðist sem framboðsaukningin sé meiri en neysluaukningin,“ útskýrir hann. Framboð á heimsmarkaði dróst verulega saman vegna hremminga í framleiðslunni í Noregi og Síle. Löndin hafa hins vegar náð vopnum sínum og hefur framboðið aukist að nýju. Telja margir greinendur því viðbúið að verðið muni halda áfram að lækka. „Þegar við sjáum fram á að framboðið verði meira í ár en í fyrra skapast eðlilega ótti um að í vændum sé verðleiðrétting,“ segir Lage Bogren, greinandi hjá bankanum Carnegie. Verðfallið á síðustu mánuðum hefur jafnframt stuðlað að lækkandi gengi hlutabréfa í norskum fiskeldisfyrirtækjum, en nokkur þeirra eiga ráðandi hlut í íslenskum fiskeldisstöðvum. Hlutabréf í þeim fiskeldisfyrirtækjum sem skráð eru á markað í Ósló hafa sem dæmi lækkað að meðaltali um 15 prósent í verði frá því um miðjan októbermánuð í fyrra. Þá var nýlega greint frá því að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í starfsstöð sinni að Glyvrum. Er ástæðan sögð minnkandi eftirspurn eftir eldislaxi en lækkandi verð á laxi hefur rýrt afkomu fyrirtækisins.Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðvaHorfurnar ágætar Kristján Þ. Davíðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, segir enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af lækkandi verði. „Horfurnar til lengri tíma eru taldar ágætar. Það er bæði vöxtur í eftirspurn og framleiðslu og til lengri tíma litið hefur vöxturinn í eftirspurninni að jafnaði verið meiri.“ Aðspurður segir Jón Þrándur ólíklegt að verðlækkanir síðustu mánaða muni hafa afgerandi áhrif á rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi. „En alla jafna setja verðlækkanir þrýsting á rekstrarmenn að reyna að halda kostnaði niðri. Menn fara þá að huga að því hvort þeir geti ekki hagrætt í rekstri. Það er eitthvað sem fyrirtækin þurfa ávallt að velta fyrir sér,“ nefnir hann og bætir við: „Það sem hefur frekar tafið uppbyggingu í greininni eru leyfismálin, ekki verðþróunin á mörkuðum. Það er ekki útlit fyrir annað en að menn muni áfram fjárfesta í greininni og reyna að byggja upp. Það er auðvitað með þessa grein líkt og aðrar að það koma góðir tímar og slæmir. Verðið kemur til með að fara upp og það kemur til með að fara niður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira