Fótbolti

Sampaoli: Ég kem sterkari til baka

Dagur Lárusson skrifar
Jorge Sampaoli.
Jorge Sampaoli. vísir/getty
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, segir að hann muni koma til baka sterkari eftir tap Argentínu gegn Frakklandi í 16-liða úrslitum HM.

Argentína tapaði 4-3 fyrir Frakklandi þar sem Kylian Mbappe gekk frá þeim argentínsku en flestir eru sammála um það að Argentína heillaði ekki á þessu móti og voru meira að segja sögusagnir þess efnis í gangi að það væri í raun Messi sem stjórnaði liðinu, ekki Sampaoli. Hann þvertekur hinsvegar fyrir það og segist ætla  að mæta tvíelfdur til baka.

„Ég var með miklar væntingar og ég vildi að Argentína myndi fara alla leið á þessu heimsmeistaramóti.“

„Ég trúði því allan tímann að Argentína gæti unnið mótið, en þetta tap mun aðeins gera mig sterkari fyrir vikið, þetta gerir mér kleyft að læra og vaxa.“

Sampaoli hafði ekkert út á leikmennina að setja.

„Þetta var mjög erfiður leikur og leikmennirnir lögðu sig alla fram. Við lögðum okkur allir fram en því miður náðum við ekki markmiði okkar. Ég er leiður og pirraður,“ endaði Sampaoli á að segja.

Ljóst er þjálfarastaða Sampaoli er alls ekki örugg og því spurning hvað gerist á næstu dögum hjá argentínska knattspyrnusambandinu.


Tengdar fréttir

Sampaoli: Ég ræð skiptingunum, ekki Messi

Mikið hefur verið rætt um að landsliðsþjálfari Argentínu Jorge Sampaoli ráði í raun afskaplega litlu og það sé stjarna liðsins Lionel Messi sem stjórni byrjunarliði liðsins og hvaða skiptingar séu gerðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×