Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 15:15 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni. Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni.
Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira