Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2018 15:15 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Mörg dæmi eru sögð um að börn kasti upp í skólarútu þegar þeim er ekið um Vatnsveg vegna þess hve illa vegurinn er farinn og að þau kvíði rútuferðunum. Íbúar við veginn eru ósáttir við það sem þeir segja seinagang og skilningsleysi stjórnvalda. Einn íbúanna segir foreldra uggandi yfir því að börn þeirra vilji ekki lengur fara í skólann vegna ferðarinnar þangað. „Foreldar eru bara uggandi yfir ástandinu því börnin er farin að sýna einkenni þess að þau vilji hreinlega ekki fara í skólann því þau kvíða fyrir að fara alla þessa leið,“ segir Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir frá Sauðadalsá sem átti þátt í að skipuleggja íbúafund Vatnsnesinga sem haldinn var á miðvikudag. Ástand vegarins er afar slæmt, að ögn Guðrúnar Óskar. Hann sé svo gott sem alsettur holum og á köflum sé hann þakinn drulluleðju. Um um það bil sjötíu kílómetra langan malarkafla sé að ræða og ástand hans sé því misjafnt með betri köflum inn á milli. „Bróðurparturinn er auðvitað þannig að þú getur ekki keyrt hann öðruvísi en að vera ofan í holum,“ segir hún. Börnin sem koma lengst að þurfa að fara um áttatíu kílómetra um veginn á hverjum virkum degi. Guðrún Ósk segir að vegna ástands vegarins taki önnur ferðinn yfir klukkutíma í stað fjörutíu mínútna ella. Dæmi séu um að börn hafi ælt af því að sitja í skólarútunni.Börn eru sögð kviðinn fyrir því að mæta í skóla vegna þess að þau þurfa að hossast tugi kílómetra yfir holóttan veginn.Guðrún Ósk SteinbjörnsdóttirUrgur í fólkinu Mikil umferð ferðamanna er um veginn sem liggur að vinsælum stöðum eins og Selaslóðum á vestanverður Vatnsnesi og Hvítserk. Guðrún Ósk segir að umferðin sé enn mikil þrátt fyrir að nóvember nálgist nú óðfluga. Vegurinn sé einbreiður og hann anni umferðinni engan veginn. Vegagerðin bregðist við kvörtunum íbúa með því að reyna að hefla veginn. Það hafi hins vegar lítið að segja og vegurinn fari strax aftur í fyrra horf. Eftir eina slíka tilraun á dögunum hafi verið ákveðið að lækka hámarkshraðann. Guðrún Ósk segir að íbúar á svæðinu hafi kvartað undan veginum í mörg ár án þess að nokkuð hafi gerst. Ekkert sé fast í hendi varðandi framkvæmdir í samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var á dögunum. „Það er svona urgur í fólki yfir því að það er ekkert gert fyrir okkur,“ segir Guðrún Ósk. Íbúafundurinn samþykkti ályktun um veginn sem hann sendi forsætisráðherra, samgönguráðherra og öllum þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Ályktunina má lesa á vefnum Trölli.is sem sagði fyrst frá íbúafundinum. Þar segir meðal annars um áhrif vegarins á börnin: „Foreldrar eru orðnir mjög uggandi um börn sín í skólaakstri á þessum vegi og eru mörg dæmi um að börn kasti upp á leiðinni. Eins eru börnin kvíðin fyrir ferðunum og eru lengi að jafna sig í skóla og heima í lok ferðar og eins hefur ferðatíminn lengst til muna. Þetta er að sjálfsögðu algerlega óviðunandi og má segja að þetta jaðri við barnaverndarmál,“ segir í ályktuninni.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira