Bíó og sjónvarp

Andið eðlilega hlýtur áhorfendaverðlaun í Aþenu og Sydney

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín Þóra leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega.
Kristín Þóra leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Andið eðlilega.
Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttir hlaut áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Aþenu um síðastliðna helgi. 

Viðfangsefni myndarinnar er Grikkjum hugleikið enda sækir mikiil fjöldi flóttamanna til Grikklands á ári hverju, á leið sinni til Evrópu frá miðausturlöndum. 

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru orðnir yfir milljón talsins þar í landi, og dvelja menn, konur og börn við ærið misjöfn kjör.

Andið eðlilega var frumsýnd á Sundance hátíðinni í janúar þar sem hún vann leikstjórnarverðlaun hátíðarinnar. 



Aðalleikonan vinnur til verðlauna

Frá Sundance hefur myndin verið á ferð um allan heim. Nýlega vann hún einnig til áhorfendaverðlauna í Sydney Ástralíu og þá hlaut aðalleikonan, Kristín Þóra Haraldsdóttir verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíð í Lissabon, Portúgal.  

Andið eðlilega hlaut einnig aðalverðlaun dómnefndar í Færeyjum í síðasta mánuði, á kvikmyndahátíðinni the Faroe Islands Minority Fiim Festival.   

Verðlaunin í Grikklandi er þau sjöundu sem Andið eðlilega hlýtur. Næst heldur leikstjórinn til Hamptons Í Bandaríkjum þar sem myndin keppir til verðlauna í flokki sem nefnist Conflict and resolution. 

Framundan eru einnig boð á kvikmyndahátíðir í Rússlandi, Kúrdistan, Indlandi, Hollandi, Þýsklandi og víðar og er hún í almennum sýningum í kvikmyndahúsum Svíþjóðar um þessar mundir.


Tengdar fréttir

„Það erfiðasta sem ég hef gert“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir fer á kostum í kvikmyndinni Lof mér að falla en þar leikur hún sprautufíkil sem hefur misst öll tök á lífi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.