Fótbolti

Arnór byrjar gegn Belgum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Sigurðsson er í fyrsta skipti í A-landsliðshópnum og fer beint í byrjunarliðið
Arnór Sigurðsson er í fyrsta skipti í A-landsliðshópnum og fer beint í byrjunarliðið vísir/getty
Arnór Sigurðsson byrjar sinn fyrsta A-landsleik í kvöld, hann er í framlínunni í byrjunarliðið Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.

Tíu leikmenn eru frá vegna meiðsla í íslenska liðinu og því ljóst að byrjunarliðið yrði mikið breytt frá því sem áður hefur verið í síðustu leikjum.

Hamrén ætlar að reyna fyrir sér með þriggja miðvarða kerfi með Sverri Inga Ingason, Kára Árnason og Jón Guðna Fjóluson í varnarlínunni.

Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon eru í stöðum vængbakvarða, Aron Einar Gunnarsson og Guðlaugur Victor Pálsson inni á miðjunni með Albert Guðmundsson fyrir framan þá í holunni.

Arnór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason eru fremstir í 3-5-2 uppstillingu.

Albert og Jón Guðni eru að byrja sína fyrstu mótsleiki fyrir Ísland. Albert hefur komið inn á í mótsleikjum áður, hann fékk meðal annars mínútur á HM í sumar, en ekki verið í byrjunarliðinu. Jón Guðni á 15 landsleiki að baki sem allir eru vináttuleikir. 

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×