Segir umræðuna um tillögur fjárlaganefndar afvegaleidda Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Við erum með gott fjárlagafrumvarp segir Willum Þór Þórsson. Vísir/Vilhelm Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Þær breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur ákveðið eru til að mæta breytingum á hagvaxtarspá Hagstofu Íslands. Hagvöxtur næsta árs er talinn verða um 2,7 prósent en ekki 2,9 prósent eins og ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga fyrir næsta ár. Því þarf að minnka þá útgjaldahækkun sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Í lögum um ríkisfjármálaáætlun er kveðið á um að hið opinbera þurfi að skila afgangi sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Hingað til hefur það verið nokkuð auðsótt í örum vexti hagkerfisins. Nú kveður hins vegar við nýjan tón; kólnun hagkerfisins er í aðsigi og því þarf að gera ráðstafanir. Í umræðu síðustu daga hefur mátt skilja sem svo að ríkisstjórnin ætli sér að skera niður í ríkisrekstrinum á næsta ári. Þegar breytingartillögur eru hins vegar skoðaðar í samanburði við fjárlög þessa árs og hins næsta kemur í ljós að enn er verið að auka ríkisútgjöld til ýmissa fjárlagaliða.Grafik/Fréttablaðið„Við erum með gott fjárlagafrumvarp. Ríkisstjórnin er að standa við það sem hún hefur sagt í stjórnarsáttmála um uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjárfesta í menntun, velferð og loftslagsmálum. Núverandi breytingar á milli umræðna eru ekki stórvægilegar og eru gerðar til að ríma við að hagvöxtur verði 2,7 prósent,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Einnig hefur komið fram í umræðunni að hækkun til öryrkja, sem átti að nema fjórum milljörðum króna, sé aðeins 2,9 milljarðar. Willum telur það eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við skoðum örorkubætur þá erum við að setja 47 milljarða þangað. Örorkubætur eru að hækka, í samræmi við lög um almannatryggingar, um verðlagsbætur og launaþróun. Þessi hækkun um 2,9 milljarða en ekki fjóra eins og að var stefnt í upphafi snýst um breytingar á almannatryggingakerfinu sem við viljum enn sjá. Hins vegar er ekki búið að klára tillögurnar og því bíðum við átekta.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eins og það leit út þegar það kom fram í september var áætlað að afkoma ríkissjóðs yrði yfir 1 prósenti af vergri landsframleiðslu á þessu ári og áætlað að hún verði það líka á næsta ári. Breytt hagspá gerir hins vegar þá kröfu á ríkið að það bregðist við og dragi úr útgjaldaaukningunni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira