Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 18:52 Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun. Fundurinn í dag var raunar undanfari fyrir hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum á morgun í tilefni hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. En þá verða tillögurnar tvær bornar upp formlega til samþykktar. Í ræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom fram að í tillögunni um Barnamenningarsjóðs sé meðal annars reiknað með að boðað verði til barnaþings annað hvort ár. „Þátttaka barna og ungmenna í menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu samfélagi og menningarlæsi og menningarþátttaka eru veigamikil atriði í uppvexti barna og unglinga. Kynni barna og ungmenna af menningu og listum eykur víðsýni og umburðarlyndi. Þátttaka í menningarstarfi vekur vitund um lýðræði, réttlæti og sögulegt samhengi,” sagði Katrín. Barnamenningarsjóður muni einnig horfa sérstaklega til þess að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag, Þá verður þrjú hundruð milljónum króna varið til hönnunar á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun á næsta ári og 1,6 milljörðum til smíði skipsins hvort ár á árunum 2020 og 2021. „Nýting sjávarfangs lagði grunninn að efnahagslegu sjálfstæði Íslendinga og þar með fullveldinu. Og það er stefna stjórnvalda að nýting lifandi auðlinda sjávar sé byggð á bestu fáanlegri þekkingu og ráðgjöf hverju sinni,” sagði forsætisráðherra. Nýja skipið kemur í stað eldra skips Hafrannsóknarstofnunar, Bjarna Sæmundssonar, sem orðið er hálfrar aldar gamalt.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira