Blikar slógu KR-inga út │Eva Lind og Rio með þrennur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2018 21:22 Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Breiðablik sló út KR í Pepsideildar slag og Eva Lind Elíasdóttir skoraði þrennu í stórsigri Selfoss. Stórleikur dagsins var viðureing KR og Breiðabliks í Vesturbænum. Alexandra Jóhannsdóttir kom gestunum úr Kópavogi yfir strax á 14. mínútu. Markið kom eftir að Hrafnhildur Agnarsdóttir hafði varið skallabolta í slánna og þaðan datt boltinn fyrir Alexöndru. Blikar sóttu meira í seinni hálfleik en uppskáru ekki fleiri mörk, 1-0 sigur staðreynd og bikarmeistararnir frá 2016 búnir að hefna fyrir lélegt bikargengi síðasta sumar þar sem liðið féll út á þessu stigi keppninnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti Fjölni. Selfoss er nýliði í Pepsideildinni þetta tímabilið en Fjölnir situr á botni Inkassodeildarinnar. Barbara Sól Gísladóttir var búin að koma Selfyssingum yfir strax á 13. mínútu og Eva Lind Elíasdóttir tvöfaldaði forystuna fimm mínútum seinna. Eva Lind var hvergi nærri hætt. Hún bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Selfyssinga í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna á 76. mínútu eftir frábæran sprett. Austur á Egilsstöðum, eða nánar tiltekið í Fellabæ, sóttu Grindvíkingar lið Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis heim. Þar var það Rio Hardy sem var allt í öllu en hún skoraði tvö mörk á sex mínútum seint í fyrri hálfleik og bætti því þriðja við úr vítaspyrnu á 87. mínútu. Í millitíðinni hafði Steinunn Lilja Jóhannesdóttir orðið fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 59. mínútu. Inkassodeildar lið Fylkis sló út Pepsideildarlið HK/Víkings í Árbænum. Marija Radojicic skoraði bæði mörk leiksins snemma í fyrri hálfleik. ÍR bar sigurorð af Aftureldingu/Fram í Mosfellsbæ. Bryndís Hrönn Kristinsdóttir kom gestunum yfir snemma leiks og Sandra Dögg Bjarnadóttir innsiglaði 2-0 sigur á 70. mínútu. 16-liða úrslitin klárast á morgun með þremur leikjum. Þar mætast meðal annars Þór/KA og Stjarnan í stórleik umferðarinnar. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 frá 16:20 og að honum loknum verður dregið í 8-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af Fótbolti.net og Úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjá meira