Sport

Dýrlingarnir höfðu betur gegn Pardusdýrunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brees og Newton þakka hvor öðrum fyrir leikinn í nótt.
Brees og Newton þakka hvor öðrum fyrir leikinn í nótt. vísir/getty
Fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni lauk í nótt er New Orleans Saints skellti Carolina Panthers, 31-26.

Þetta var þriðji sigur Dýrlinganna á Pardusdýrunum í vetur en liðin eru í sama riðli í deildinni.

Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, var magnaður sem fyrr með 376 jarda og tvö snertimörk. Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, var með 349 jarda og tvö snertimörk.

Saints var með gott forskot nær allan leikinn en Panthers kom til baka og freistaði þess að stela sigrinum í lokasókninni. Þá náði Saints að fella Newton á fjórðu tilraun og klára leikinn.

Skrautlegri fyrstu umferð er þar með lokið en um næstu helgi koma inn fjögur bestu lið deildarinnar sem sátu hjá þessa helgina.

Næsta umferð:

Laugardagur:

Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons

New England Patriots - Tennessee Titans

Sunnudagur:

Pittsburgh Steelers - Jacksonville Jaguars

Minnesota Vikings - New Orleans Saints

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×