Enski boltinn

Pellegrino staðfestir áhuga á Walcott

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Walcott fékk tækifæri gegn Forest í dag en náði sér ekki á strik.
Walcott fékk tækifæri gegn Forest í dag en náði sér ekki á strik. Vísir/Getty
Mauricio Pellegrino, knattspyrnustjóri Southampton, staðfesti í samtali við SkySports að félagið sé að skoða möguleikann á að fá Theo Walcott aftur til uppeldisfélagsins frá Arsenal.

Skytturnar keyptu Walcott á sínum tíma frá Southampton er hann var einn efnilegasti leikmaður Englands fyrir tólf árum síðan. Hefur hann leikið 395 leiki fyrir Arsenal og skorað 108 mörk.

Hann hefur fallið aftar í goggunarröðunina undanfarin ár og er talið að hann sé á farandsfæti enda aðeins komið við sögu í fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Í því samhengi hefur Southampton, uppeldisfélag hans, verið nefnt til sögunnar en Dýrlingarnir eiga nóg af peningum eftir að hafa selt Virgil Van Dijk fyrir metfé til Liverpool.

„Við höfum rætt möguleikann á að fá hann til okkar en það verður ekki auðvelt. Hann er frábær leikmaður og mun fá fjöldan allra tilboða en vonandi getum við bætt honum við leikmannahóp okkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×