Fleiri lög sem brjóta má án afleiðinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 8. janúar 2018 11:00 Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóðlegum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum. Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi framkvæmdar- og löggjafarvalds. En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni fyrir trausti í garð stjórnmálamanna. Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómarastöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi síðustu ríkisstjórn. Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta þess að vinna traust almennings með því að lögfesta almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils að setja boðorðin tuttugu.Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóðlegum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum. Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi framkvæmdar- og löggjafarvalds. En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni fyrir trausti í garð stjórnmálamanna. Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómarastöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi síðustu ríkisstjórn. Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta þess að vinna traust almennings með því að lögfesta almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils að setja boðorðin tuttugu.Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun