Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður rætt við fyrrverandi formann Sambands ungra Sjálfstæðismanna sem telur Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vera á villigötum með leiðtogaprófkjörið sem framundan er og ekki til þess fallið að fjölga atkvæðum kjósenda.

Donald Trump, Bandaríkjaforseti gaf sér tíma í gærkvöld til að hampa sjálfum sér við blaðamenn en á meðan selst ný bók þar sem heldur miður falleg mynd er dregin upp af forsetanum eins og heitar lummur.

Við
 kíkjum í fréttatímanum á ljósmyndasýningu um Færeyinga á Íslandi. Fylgjumst með skátum hirða upp jólatré sem lokið hafa hlutverki sínu þessi jólin.

Þetta
 og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×