Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. Vísir/Samsett Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“ Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira