Vill auglýsa í embætti borgarstjóra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. Vísir/Samsett Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“ Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík hafa boðað til leiðtogaprófkjörs vegna borgarstjórnarkosninga í vor. Verður leiðtoginn kosinn þann 27. janúar og uppstillingarnefnd stillir upp restinni af listanum. Framboðsfrestur rennur út miðvikudaginn 10. janúar og hafa borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon greint frá því að þau hafi áhuga á að leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningabaráttu en fleiri einstaklingar liggja enn undir feldi. Leiðtogaprófkjörið hefur ekki verið laust við gagnrýni en Davíð Þorláksson, fyrrum formaður Sambands ungra Sjálfstæðismenna, birti í vikunni grein í Viðskiptablaðinu þar sem hann segir flokkinn þurfa að leita nýrra leiða ef hann vill eiga sigurinn vísan í borgarstjórnarkosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn í borginni hefur yfir að búa efnilegu og góðu fólki,“ segir hann. „En því miður er það svo að þetta ágæta fólk er ekki að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri og prófkjörum almennt. Ég held að prófkjörin séu mjög vond leið til að fá öflugt fólk á lista og hvað þá til að fá fjölbreyttan hóp á lista“ Davíð hefur lagt til að auglýst verði í embætti borgarstjóra. „Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel í nágrannasveitafélögum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar allsstaðar í meirihluta. Það er því alveg ljóst fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn á algert erindi í sveitastjórnarmálin en af einhverjum ástæðum hefur það ekki gengið í Reykjavík. Þessvegna held ég að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt og ein af þeim hugmyndum sem hefur verið nefnd er að auglýsa embætti borgarstjóra. Þannig tel ég að mætti fá öflugari manneskju í það hlutverk eftir að búið er að mynda meirihluta heldur en viðkomandi myndu þurfa að fara í gegn um leiðtogaprófkjör.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.visir/AntonbrinkHann telur ljóst að núverandi forysta í borgarstjórnarflokknum sé ekki til þess fallin að laða atkvæði til Sjálfstæðisflokksins. „Mér finnst það augljóst út frá gengi flokksins, hvernig hefur gengið á þessu kjörtímabili og hvernig skoðanakannanir eru að koma út,“ segir Davíð. „Ég held að við þurfum talsvert mikla endurnýjun.“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, er efins um að ráðning í embætti borgarstjóra myndi skila tilætluðum árangri. Hann segir hlutverk borgarstjóra Reykjavíkur nokkuð frábrugðið embættum bæjarstjóra smærri sveitarfélaga. „Borgarstjóri er í raun pólitísk forystustaða í landinu,“ segir hann. „Þessvegna er það lýðræðislegra að kjósendur geti kosið á milli leiðtoganna í kosningum þannig að þeir birtist ekki eftir á. Þannig má segja að Reykjavík sé í annarri stöðu pólitískt séð heldur en önnur sveitarfélög þar sem þessi aðferð hefur verið viðhöfð. Þannig að það er að mínu viti lýðræðislegra ef að leiðtoginn kemur fram fyrir kosningar.“
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira