Merkel og Schulz hefja stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2018 10:35 Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna. Vísir/afp Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari og Martin Schulz, leiðtogi Jafnaðarmanna, hittast í Berlín í dag til að hefja viðræður um mögulegt framhald á stjórnarsamstarfi Kristlegra demókrata og Jafnaðarmanna. Með þeim verður einnig Horst Seehofer, formaður Kristilegra demókrata í Bæjaralandi (CSU). Skoðanakannanir benda til að Þjóðverjar séu lítið spenntir fyrir áframhaldandi stjórn flokkanna, en viðræður Kristilegra demókrata (CDU og CSU), Frjálslynda flokksins og Græningja runnu úr í sandinn í nóvember. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn biðu afhroð í kosningunum í september síðastliðinn og var mikið þrýst á flokkana að ræða saman um stjórnarmyndun þar sem fáir aðrir raunhæfir stjórnarmöguleikar voru í stöðunni. Könnun Deutschlandtrend bendir til að meirihluti Þjóðverja efist um ágæti stjórnarmynstursins. Einungis 45 prósent aðspurðra segjast jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð áframhaldandi stjórnarsamstarfs. 52 prósent eru neikvæð.Ýmis deilumál Talið er að einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snúi að sameiningu fjölskyldna stríðsflóttamanna, þar sem Jafnaðarmenn vilja rýmka reglurnar, en Kristilegir demókratar vilja hindra að flóttamenn geti sótt fjölskyldumeðlimi frá heimalandi sínu. Þá verður væntanlega einnig deilt um nálgun nýrrar stjórnar í velferðar-, skatta- og Evrópumálum. Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi hafa starfað saman í ríkisstjórn á árinum 1966 til 1969, 2005 til 2009 og 2013 til 2017.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira