Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sveinn Arnarsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Fækka þarf sauðfé að mati rannsakanda. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg. vísir/vilhelm Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira