Segir nauðsynlegt að breyta strúktúrnum í sauðfjárrækt Sveinn Arnarsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Fækka þarf sauðfé að mati rannsakanda. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg. vísir/vilhelm Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira
Bændum og fé þarf að fækka ef ekki finnast erlendir markaðir, starfsumhverfi sauðfjárbænda hvetur til offramleiðslu og ekkert sem ríkið getur gert til þess að koma stöðugleika á verð sem fæst fyrir kjöt erlendis. Þetta er niðurstaða Kára Gautasonar, sérfræðings hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, sem skoðaði gaumgæfilega starfsumhverfi sauðfjárræktarinnar fyrir Landssamtök sauðfjárbænda (LS). „Ef það er markmið að menn hafi allar heimilistekjur úr sauðfjárrækt þá held ég að það þurfi að verða strúktúrbreyting á sauðfjárrækt eins og hefur verið í nautgriparækt. Það er að búin stækki verulega og til að það sé pláss til þess þurfa einhverjir að hætta,“ segir hann. Kári var fenginn af LS til að skoða rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar og hvaða meðul aðrar þjóðir noti til sveiflujöfnunar fyrir bændur. Engum dylst að staða sauðfjárbænda er grafalvarleg þar sem rekstrargrundvöllur stórs hluta sauðfjárbúa er brostinn í landinu vegna verðfalls afurða erlendis.Oddný Steina Valsdóttir, varafofmaður Landssamtaka sauðfjárbændaKári bendir á að neysla á lambakjöti innanlands breytist ekki í bráð og með aukinni framleiðslu verði framleiðsla á lambakjöti viðkvæmari fyrir sveiflum erlendis. Ríkið geti lítið sem ekkert gert í að breyta verðlagi á lambakjöti á heimsmarkaði. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa verið fluttar út sauðfjárafurðir fyrir rúmlega fimm hundruð krónur á hvert kíló að meðaltali. Kári segir það nærri helmingi lægra en framleiðslukostnað best reknu búa landsins. „Persónulega finnst mér mikil áhætta að byggja greinina að svo stórum hluta á útflutningi,“ segir Kári. „Raunveruleikinn er sá að það fæst ekki það verð fyrir vöruna sem þarf til að framleiða hana og þá er svarið að það sé framleitt of mikið.“ Oddný Steina Valsdóttir, formaður LS, segir stöðuna ekki góða og finna þurfi lausnir. „Við höfum bent á að sveiflujöfnun af einhverju tagi þurfi að koma á og sú aðferð er viðhöfð í fjölda landa. Við teljum, sérstaklega í grein með langa framleiðsluferla og fjölskyldubú sem þola ekki miklar ytri sveiflur, að það sé rökrétt að setja á útflutningsskyldu á lambakjöt,“ segir Oddný. „Samfélagslega er æskilegra að það verði fækkun á fé frekar en fækkun á búum. Því er hægt að búa til hvata fyrir bændur til að fækka fé og greiða til að mynda fyrir landbótaverkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Fleiri fréttir Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Sjá meira