„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi?“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 5. janúar 2018 11:11 Sigríður Rut Júlíusdóttir (t.v) og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir (t.h.), lögmenn, ásamt skjólstæðingum sínum við aðalmeðferðina í morgun, þeim Jóhannesi Kr. Kristjánssyni (t.v.), blaðamanni, og Jóni Trausta Reynissyni (t.h.), ritstjóra Stundarinnar. vísir/ernir „Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi með þessu lögbanni?“ spurði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media í skýrslutöku í dag við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media. Aðalmeðferð fer fram þessa stundina en dómurinn hefur úrskurðað að ritstjórum Stundarinnar væri ekki skylt að svara spurningum stefnenda, Glitnis HoldCo, um heimildarmenn í tengslum við gögnin. Það er mat Jóhannesar, auk þeirra Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, tveggja ritstjóra Stundarinnar að upplýsingar um viðskiptavini úr gögnum Glitnis hafi átt erindi við almenning. Það hafi aldrei verið ætlunin að birta upplýsingar úr gögnunum um hefðbundið fólk úr þjóðfélaginu, heldur einungis upplýsingar er vörðuðu almannahagsmuni eins og það er orðað. Er þar vísað til umfjöllunar miðlanna um Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og viðskipti hans við bankann nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Glitnir HoldCo byggði lögbannskröfu sína á ákvæði um bankaleynd í lögum og fór svo að Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfesti lögbannið í október síðastliðnum. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði fyrir dómi að upplýsingarnar varði almenning og því vær það eðlilegt að fjallað sé um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið. Lögbannsákvörðunin hafi komið sér afar illa fyrir fjölmiðilinn í aðdraganda þingkosninganna á síðasta ári og séu áhrifin með lögbanninu óafturkræf. Með því hafi almenningur ekki haft aðgengi að þeim upplýsingum sem hann átti rétt á samkvæmt lýðræðislegum gildum og viðmiðum.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirTímapressa á dómþingi í eldhússaðstöðu Stundarinnar Skömmu eftir umfjöllun miðlanna birtust fulltrúar Sýslumanns Reykjavíkur ásamt lögmanni Glitnis HoldCo fyrirvaralaust á skrifstofur Stundarinnar í Austurstræti þar sem farið var fram á að gögnin yrðu afhent. Jón Trausti var einn viðstaddra og sagði hann í skýrslutöku að tímapressan hefði verið áþreifanleg. Hann sagði það hafa legið fyrir að ekki ætti að veita þeim tíma til að undirbúa andmæli við kröfunni og að myndast hafi nokkurs konar dómþing inni í lítilli eldhússaðstöðu Stundarinnar. Forsvarsmenn Stundarinnar hafi þó fengið að hringja í lögmann og komið á framfæri andmælum til sýslumanns. Var þeim tjáð að lögbannskrafan byggði á ákvæði laga um bankaleynd og að hætta væri á því að gögn um þúsundi viðskiptavina Glitnis yrðu birt. Hann sagði það ekki standast skoðun. Hlutverk fjölmiðla væir fyrst og fremst að vinna úr upplýsingum í þágu almennings en birta ekki hvað sem er. Þá sagði hann að fulltrúarnir sem birtust á skrifstofur Stundarinnar hefðu ekki tekið afstöðu með tjáningarfrelsi fjölmiðla.Vísa öll til 25. gr. fjölmiðlalaga Hann segir fjölmiðilinn nú reyna að koma í veg fyrir varanlegan skaða en staða fjölmiðla á Íslandi sé afar viðkvæm. Málkostnaðurinn í umfangsmiklu máli líkt og þessu segi sína sögu. Í skýrslutökunni óskaði lögmaður stefnenda eftir svörum um gögnin, það er að segja hver heimildarmaður fjölmiðlanna væri, hvers konar gögn þetta væru og hvað í þeim fælist. Vísuðu Jón Trausti, Jóhannes og Ingibjörg Dögg öll til 25. greinar fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Úrskurðaði dómurinn svo að ritstjórum bæri ekki skylda að svara spurningum um gögnin eða heimildarmann sinn. 25. grein fjölmiðlalaga hljóðar svo:Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00 Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23 „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Hvaða fáránleiki er í gangi í þessu samfélagi með þessu lögbanni?“ spurði Jóhannes Kr. Kristjánsson hjá Reykjavik Media í skýrslutöku í dag við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn útgáfufélagi Stundarinnar og Reykjavik Media. Aðalmeðferð fer fram þessa stundina en dómurinn hefur úrskurðað að ritstjórum Stundarinnar væri ekki skylt að svara spurningum stefnenda, Glitnis HoldCo, um heimildarmenn í tengslum við gögnin. Það er mat Jóhannesar, auk þeirra Jóns Trausta Reynissonar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, tveggja ritstjóra Stundarinnar að upplýsingar um viðskiptavini úr gögnum Glitnis hafi átt erindi við almenning. Það hafi aldrei verið ætlunin að birta upplýsingar úr gögnunum um hefðbundið fólk úr þjóðfélaginu, heldur einungis upplýsingar er vörðuðu almannahagsmuni eins og það er orðað. Er þar vísað til umfjöllunar miðlanna um Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, og viðskipti hans við bankann nokkrum dögum fyrir efnahagshrunið árið 2008. Glitnir HoldCo byggði lögbannskröfu sína á ákvæði um bankaleynd í lögum og fór svo að Sýslumaðurinn í Reykjavík staðfesti lögbannið í október síðastliðnum. Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, sagði fyrir dómi að upplýsingarnar varði almenning og því vær það eðlilegt að fjallað sé um tengsl opinberra persóna við viðskiptalífið. Lögbannsákvörðunin hafi komið sér afar illa fyrir fjölmiðilinn í aðdraganda þingkosninganna á síðasta ári og séu áhrifin með lögbanninu óafturkræf. Með því hafi almenningur ekki haft aðgengi að þeim upplýsingum sem hann átti rétt á samkvæmt lýðræðislegum gildum og viðmiðum.Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti eru ritstjórar Stundarinnar.vísir/ernirTímapressa á dómþingi í eldhússaðstöðu Stundarinnar Skömmu eftir umfjöllun miðlanna birtust fulltrúar Sýslumanns Reykjavíkur ásamt lögmanni Glitnis HoldCo fyrirvaralaust á skrifstofur Stundarinnar í Austurstræti þar sem farið var fram á að gögnin yrðu afhent. Jón Trausti var einn viðstaddra og sagði hann í skýrslutöku að tímapressan hefði verið áþreifanleg. Hann sagði það hafa legið fyrir að ekki ætti að veita þeim tíma til að undirbúa andmæli við kröfunni og að myndast hafi nokkurs konar dómþing inni í lítilli eldhússaðstöðu Stundarinnar. Forsvarsmenn Stundarinnar hafi þó fengið að hringja í lögmann og komið á framfæri andmælum til sýslumanns. Var þeim tjáð að lögbannskrafan byggði á ákvæði laga um bankaleynd og að hætta væri á því að gögn um þúsundi viðskiptavina Glitnis yrðu birt. Hann sagði það ekki standast skoðun. Hlutverk fjölmiðla væir fyrst og fremst að vinna úr upplýsingum í þágu almennings en birta ekki hvað sem er. Þá sagði hann að fulltrúarnir sem birtust á skrifstofur Stundarinnar hefðu ekki tekið afstöðu með tjáningarfrelsi fjölmiðla.Vísa öll til 25. gr. fjölmiðlalaga Hann segir fjölmiðilinn nú reyna að koma í veg fyrir varanlegan skaða en staða fjölmiðla á Íslandi sé afar viðkvæm. Málkostnaðurinn í umfangsmiklu máli líkt og þessu segi sína sögu. Í skýrslutökunni óskaði lögmaður stefnenda eftir svörum um gögnin, það er að segja hver heimildarmaður fjölmiðlanna væri, hvers konar gögn þetta væru og hvað í þeim fælist. Vísuðu Jón Trausti, Jóhannes og Ingibjörg Dögg öll til 25. greinar fjölmiðlalaga um vernd heimildarmanna. Úrskurðaði dómurinn svo að ritstjórum bæri ekki skylda að svara spurningum um gögnin eða heimildarmann sinn. 25. grein fjölmiðlalaga hljóðar svo:Starfsmönnum fjölmiðlaveitu sem hlotið hafa leyfi eða skráningu hjá fjölmiðlanefnd er óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður að grein, riti, frásögn, tilkynningu eða öðru efni, hvort sem það hefur birst eða ekki, hafi heimildarmaður eða höfundur óskað nafnleyndar. Starfsmönnum fjölmiðlaveitu er jafnframt óheimilt að láta af hendi gögn sem hafa að geyma upplýsingar um heimildarmann eða höfund í slíkum tilvikum.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00 Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23 „Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Lögbannið á Stundina í gildi mánuðum saman Lögbann á fréttaflutning Stundarinnar mun að óbreyttu vara í marga mánuði. Lagaákvæði um flýtimeðferð fyrir dómstólum eiga ekki við. 27. október 2017 06:00
Fjölmiðlamenn þriggja fjölmiðla boðaðir til skýrslutöku Tólf starfsmenn þriggja fjölmiðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá Héraðssaksóknara vegna rannsóknar embættisins á gagnaleka úr Glitni. 4. nóvember 2017 19:23
„Frekar myndum við fara í fangelsi“ Aðalmeðferð í lögbannsmáli Glitnis HoldCo gegn Stundinni fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 5. janúar 2018 09:05