Trump gefur lítið fyrir bókina Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. janúar 2018 06:44 Einhver eldfimustu ummælin úr nýju bókinni koma úr munni Steven Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa forsetans, sem sést hér með Donald Trump. VÍSIR/GETTY Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseta, er ekki skemmt vegna þeirrar athygli sem bókin „Eldur og brennisteinn: Innan úr Hvíta húsi Trump“ [e. Fire and Fury: Inside the Trump White House] hefur fengið síðastliðinn sólarhring. Í bókinni lýsir rithöfundurinn Michael Wolff ástandinu innan veggja Hvíta hússins og greinir frá ýmsum misvandræðalegum augnablikum úr forsetatíð Trump. Þá hefur hún eftir Steve Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafa Trump, að fundur sem tengdasonur hans og sonur áttu með Rússum í aðdraganda forseta kosninganna hafi verið landráð. Eldfim ummæli í ljósi alls þess sem gengið hefur á vestanhafs síðastliðið ár. Brot úr bókinni birtust á helstu vefmiðlum Bandaríkjanna í gær og ekkert var rætt meira þar í landi en glefsur úr bók Wolff.Sjá einnig: Tíu bombur úr nýrri bók um TrumpForsetinn reynir nú hvað hann getur til að grafa undan trúverðugleika bókarinnar og á Twitter í nótt sagði hann bókina vera uppfulla af lygum. „Ég veitti engan aðgang að Hvíta húsinu (í sannleika sagt vísaði ég honum frá nokkrum sinnum),“ sagði Trump meðal annars. Höfundur bókarinnar segir sig hafa rætt við rúmlega 200 manns og hafi haft nær takmarkalausan aðgang að Hvíta húsinu fyrst eftir að Trump tók við embætti. Þá á forsetinn að hafa vitað af skrifum hans. Trump segir þó að bókin sé ekki aðeins smekkfull af lygum heldur einnig rangtúlkunum og upplognum heimildarmönnum.Sjá einnig: Háttatími Trump í Hvíta húsinu: Þrjú sjónvarpstæki, ostborgari og símiLögmenn forsetans hafa reynt að fá lögbann á útgáfu bókarinnar, sem koma átti út á þriðjudaginn í næstu viku. Aðstandendur bókarinnar sáu sér þá leik á borð og flýttu útgáfu hennar. Áhugasamir geta keypt eintak af bókinni strax í dag. Tíst forsetans frá því í nótt má sjá hér að neðan. I authorized Zero access to White House (actually turned him down many times) for author of phony book! I never spoke to him for book. Full of lies, misrepresentations and sources that don't exist. Look at this guy's past and watch what happens to him and Sloppy Steve!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34 Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17 Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hvíta húsið reynir að þagga niður í fyrrverandi ráðgjafa Trump Lögmaður Hvíta hússins hefur skipað Steve Bannon að hætta að brjóta gegn þagmælskuákvæði í samningi sem hann skrifaði undir. 4. janúar 2018 10:34
Freista þess að koma í veg fyrir útgáfu eldfimrar bókar um Trump Lögmenn Bandaríkjaforseta hóta höfundi og útgefanda nýrrar bókar um lífið í Hvíta húsinu mögulegu meiðyrðamáli og krefjast þess að útgáfa hennar verði stöðvuð. 4. janúar 2018 15:17
Tíu bombur úr nýrri bók um Trump Ný bók blaðamannsins Michael Wolff um það sem gengur á innan veggja Hvíta hússins inniheldur fjöldann allan af afjhúpunum um forseta Bandaríkjanna. 4. janúar 2018 06:52