Sigríður taldi sig starfa eftir lögum: „Áfall að fá þennan dóm“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. janúar 2018 23:35 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, braut lög við skipan dómara í Landsrétt samkvæmt dómi Hæstaréttar. Vísir/Vilhelm „Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
„Ég uni auðvitað þessum dómi alveg ágætlega,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í Kastljósi í kvöld um niðurstöðu Hæstaréttar frá því í desember um að hún hafi brotið stjórnsýslulög þegar hún skipaði dómara við Landsrétt. Hún er þó ósammála því að hún hafi ekki uppfyllt sína rannsóknarskyldu í þessu máli. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt og dæmdi ríkið til að greiða þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannessyni 700 þúsund krónur vegna þess. Voru Ástráður og Jóhannes á lista hæfnisnefndar yfir þá 15 hæfustu en var svo skipt út af ráðherra.Sjá einnig: Sigríður Andersen braut lög Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. Eiríkur Jónsson prófessor við lagadeild við Háskóla Íslands hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist bóta vegna skipunar í Landsrétt. Þeir voru einnig á lista hæfnisnefndarinnar en Sigríður skipti út alls fjórum af lista hæfnisnefndarinnar fyrir aðra fjóra einstaklinga.Matskennt ákvæði„Það var mér áfall að fá þennan dóm vegna þess að mínu mati þá gerði ég auðvitað ekki annað síðastliðið sumar en að starfa samkvæmt núgildandi lögum eins og þau eru og þau veita auðvitað ráðherra heimild til þess að víkja frá þessu dómnefndaráliti.“ Sigríður telur að hún hafi rannsakað málið nógu vel áður en hún tók sína ákvörðun. Bendir hún á að dómnefndin hafi fengið marga mánuði til þess að fara yfir þetta en hún aðeins tvær vikur. „Og þetta er auðvitað svona ágreiningur um 10. grein stjórnsýslulaga sem að kveður á, sem er svona matskennt ákvæði, spurningin er alltaf hvenær er mál nægilega rannsakað.“Hefði ekki notið hljómgrunns Sigríður segir að hún hafi talið fleiri umsækjendur jafn hæfa þeim umsækjendum sem dómnefndin hafi komið sér saman um og því hafi hún lagt fram aðra tillögu fyrir Alþingi, heldur en dómnefndin hafi sett fram. Hún segir að hún hafi rætt tillögu nefndarinnar við alþingi áður en hún tjáði sig sjálf nokkuð um niðurstöðuna. „Eftir það var mér alveg ljóst að tillaga dómnefndarinnar hún myndi aldrei njóta hljómgrunns á Alþingi.“ Hún segir að ýmis sjónarmið hafi legið þar að baki, þar á meðal jafnréttissjónarmið.Ætlar að koma á verklagi í ráðuneytinu Hún telur að setja þurfi ákveðið verklag í dómsmálaráðuneytinu fyrir þau tilfelli þegar ráðherra ætlar að víkja frá niðurstöðu dómnefndarinnar. Þetta ætli hún að skoða og að hennar mati ætti Alþingi að gera það líka. „Vegna þess að mér sýnist á dómi Hæstaréttar að það þurfi í rauninni bara að vera einhver annars konar nefnd starfandi með ráðherra, mögulega samhliða hinni nefndinni.“ Útilokar hún ekki að það verði endurskoðað hvernig skipað sé í þessa nefnd sem meti hæfi umsækjenda.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08 Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29 Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Fyrsti dómur í Landsrétti gæti fallið í vikunni Um sjötíu sakamál bíða afgreiðslu Landsréttar sem tekur formlega til starfa í dag. 2. janúar 2018 14:08
Eiríkur Jónsson krefur íslenska ríkið um bætur Lagaprófessorinn gæti sýnt fram á tjón sem nemur á annað hundrað milljón krónum. 29. desember 2017 11:29
Undirbýr dómsmál gegn Sigríði Andersen Jón Höskuldsson, héraðsdómari, undirbýr nú dómsmál gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna skipanar dómara við Landsrétt. 2. janúar 2018 19:18
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent