Íranar harðorðir vegna „viðurstyggilegra“ afskipta Trump af mótmælum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. janúar 2018 07:00 Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran en þar kom til átaka um áramótin. vísir/epa Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Stjórnvöld í Íran sökuðu í gær Bandaríkjastjórn, einkum Donald Trump forseta, um „viðurstyggileg“ afskipti af innanríkismálum sínum. Þetta mátti lesa í bréfi sem Íranar sendu Sameinuðu þjóðunum. Í bréfinu segir að Bandaríkjaforseti hafi „með því að skrifa fjölda stórundarlegra tísta hvatt Írana til þess að taka þátt í óeirðum“. Það sé brot á alþjóðalögum. Óeirðirnar sem vísað er til eru mótmæli sem hafa farið fram undanfarið í nokkrum borgum ríkisins og eru jafnframt þau mestu frá árinu 2009 þegar mótmælt var vegna ósættis við forsetakosningar.Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ.Nordicphotos/AFPUpphaflega var það óánægja með verðlag og spillingu sem vakti einna helst reiði mótmælenda en með vaxandi fjölda þátttakenda var einblínt í meiri mæli á leiðtoga ríkisins, til að mynda æðstaklerkinn Ali Khamenei. Stjórnvöld hafa tekið á mótmælunum af hörku en alls beið 21 bana og að minnsta kosti 450 voru handtekin. Í gær lýsti leiðtogi byltingarvarðliðsins, Mohammad Ali Jafari, að tekist hefði að slökkva bálið. „Í dag getum við með sanni sagt að komið sé að lokum uppreisnar ársins 1396. Megi Guð vera okkur hliðhollur og megi ósigur þeirra verða algjör,“ sagði Jafari og vísaði til íranska tímatalsins. Gholamali Khoshroo, sendiherra Írans hjá SÞ, undirritaði bréfið og í því segir enn fremur að Bandaríkjamenn hafi lengi og ítrekað skipt sér af innanríkismálum Írana. „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa farið yfir öll strik og brotið allar reglur og grundvallaratriði alþjóðalaga um milliríkjasamskipti.“Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPEins og í bréfinu segir tísti Trump um mótmælin. „Ég ber mikla virðingu fyrir írönsku þjóðinni sem reynir að endurheimta ríki sitt af spilltum ráðamönnum. Bandaríkin munu styðja ykkur þegar það er viðeigandi,“ tísti forsetinn. Khoshroo gaf hins vegar lítið fyrir þennan stuðning Trumps. Benti hann á að með ferðabanni sínu, sem Trump hefur ítrekað reynt að fá í gegn, hafi hann meinað venjulegum írönskum ríkisborgurum að ferðast til Bandaríkjanna. Þá hafi Trump jafnframt neitað að lögfesta fjölþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írana. Stjórnvöld og fjölmiðlar í Íran hafa þó ekki einungis beint sjónum að Bandaríkjunum. Hafa Ísraelar einnig verið sakaðir um óeðlileg afskipti sem og Sádi-Arabar, en við þá eiga Íranar í köldu stríði. Rússneska utanríkisráðuneytið tók undir með Írönum í gær. Sagði fréttastofa Itar-Tass frá því að ráðuneytið hvetti Bandaríkjamenn til þess að láta af afskiptunum. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði á þriðjudag að fráleitt væri að önnur ríki væru að hafa áhrif á mótmælendur. „Íranska þjóðin er að krefjast frelsis. Öllum frelsisunnendum er skylt að standa með henni í þeirri baráttu,“ sagði Haley.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent