Vegferðin á EM í Króatíu hófst á stórsigri í Höllinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Óðinn Þór Ríkharðsson frétti það ekki fyrr en í hádeginu í gær að hann ætti að spila við Japan um kvöldið. Óðinn skoraði sex mörk í seinni hálfleik og fer líklega með til Þýskalands vegna veikinda í íslenska hópnum en Rúnar Kárason gat heldur ekki spilað í gær. Hér skorar Óðinn í leiknum í gær. Vísir/Eyþór Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
Handboltalandsliðið kvaddi Klakann með risasigri á Japan, 42-25, í Laugardalshöllinni í gær. Þetta var fyrsti og eini leikur íslenska liðsins á heimavelli fyrir EM í Króatíu. Strákarnir okkar halda nú til Þýskalands þar sem þeir spila tvo vináttulandsleiki við heimamenn áður en farið verður til Króatíu.Ekki sterkur andstæðingur Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn ekki sterkur. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar voru mjög óagaðir í fyrri hálfleik, spiluðu stuttar sóknir og tóku slök skot sem Björgvin Páll Gústavsson áttu ekki í miklum vandræðum með að verja. Hann var í miklum ham í fyrri hálfleik og var með um 60% hlutfallsmarkvörslu. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var samt Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði átta mörk, einu marki meira en allt japanska liðið. Guðjón Valur var markahæstur í íslenska liðinu í gær með átta mörk. Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Allir útileikmenn Íslands nema tveir komust á blað í leiknum í gær.Óðinn minnti á sig Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði seinni hálfleikinn í hægra horninu og skoraði sex mörk. FH-ingurinn kom inn í íslenska liðið í stað Ómars Inga Magnússonar sem var veikur. Rúnar Kárason spilaði heldur ekki vegna veikinda. Svo gæti farið að Óðinn færi með íslenska liðið út til Þýskalands í ljósi veikinda Ómars Inga og Rúnars. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkur í fyrri hálfleik og sóknin gekk smurt. Í raun var yfir fáu að kvarta. Í seinni hálfleik datt vörnin full mikið niður og Japanir áttu greiðari leið að íslenska markinu. Þeir skoruðu 18 mörk í seinni hálfleiknum en aðeins sjö í þeim fyrri. Ágúst Elí Björgvinsson stóð í markinu í seinni hálfleik og varði 10 skot.Geir Sveinsson talar hér við strákana sína í Höllinni í gær. Vísir/EyþórGat prófað hluti „Ég gat prófað ýmislegt sem ég vildi prófa, ýmsar uppstillingar í vörninni sem við gætum lent í að þurfa að nota,“ sagði Geir Sveinsson. „Dampurinn datt úr vörninni í seinni hálfleik en það var spurning um hugarfar, að halda einbeitingu. En almennt áttu menn fína innkomu og þetta var ágætis fyrsta skref á þessari vegferð.“ Geir kveðst ánægður með íslenska hópinn, hvernig undirbúningurinn fyrir EM hefur gengið og margt í leiknum í gær. „Ég er mjög ánægður með innkomu manna. Það munar auðvitað um að menn séu frískir og í góðu standi. Menn lögðu sig fram og keyrðu á þetta eins og við ætluðum að gera. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, Bjöggi var frábær í markinu og ekkert yfir því að kvarta,“ sagði Geir. Leikirnir gegn Evrópumeisturum Þýskalands verða miklu erfiðari en leikurinn í gær og gefa betri vísbendingu um hvar íslenska liðið er statt fyrir átökin í Króatíu. „Það er mjög gaman að spila í Þýskalandi. Þetta er alvöru bolti; kraftur og hraði og við þurfum að gíra okkur virkilega vel upp fyrir það,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Handbolti Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira