Norður-Kórea tekur aftur upp tólið Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2018 06:32 Hermaður Suður-Kóreu sést hér ræða við kollega sinn handan landamæranna árið 2005. Vísir/afp Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Beinu símasambandi hefur verði komið á milli Norður- og Suður-Kóreu til að ræða mögulega þátttöku þeirra fyrrnefndu á komandi Vetrarólympíuleikum.Vísir greindi frá því í gær að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafi mikinn áhuga á að senda fulltrúa ríkis síns á leikana sem fram fara í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Vill hann því að setjast niður með erindrekum Suður-Kóreu hið snarasta en stjórnvöld í Seúl fagna hinum væntanlegu samningaviðræðum og líta á þær sem tækifæri til að ræða fleiri þætti í samskiptum ríkjanna - ekki síst kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Suður-Kóreska fréttaveitan Yonhap greinir svo frá því að klukkan 5:30 í morgun að íslenskum tíma hafi verið opnað á beina símalínu milli ríkjanna. Þau hafa ekki rætt formlega sín á milli síðan í desember árið 2015.Sjá einnig: Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Í sjónvarpsútsendingu í nótt sagði norður-kóreskur embættismaður að tilgangur samtalsins væri sem fyrr segir að ræða þátttöku Norður-Kóreu á Vetrarólmympíuleikunum. „Við munum ræða ýmis tæknilega atriði er lúta að flutningi fulltrúa okkar á leikana,“ hefur Yonhap eftir embættismanninum. Norður-Kóreumenn riftu símasamskiptum milli ríkjanna árið 2016 og hafa þeir ekki tekið upp tólið síðan að sögn stjórnvalda í Seúl. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að embættismenn í Pjongjang hafi reynt að hringja suður allt frá því að Kim Jong-un flutti árlegt áramótaávarp sitt á dögunum. Það er af mörgum sagt hafa verið hófstilltara en fyrri ávörp hans. Forseti Suður-Kóreu kveðst spenntur fyrir því að ná aftur beinu símasambandi við nágrannanna í norðri. Samskipti ríkjanna hafi verið stirð undanfarið, ekki síst vegna stórstígra framfara í kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir gætu þítt frostið Suður-Kóreumenn hafa lýst einskærum vilja til að setjast niður með nágrönnum þeirra í norðri og ræða hið ískalda samband ríkjanna. 2. janúar 2018 06:38