Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. janúar 2018 20:30 Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. Þau Anna Lára Friðfinnsdóttir og Jón Marz hafa lagt greiðslukortin á hilluna og tekið út hundrað þúsund krónur í reiðufé sem á að duga þeim og þremur börnum þeirra í janúar. „Mér fannst við vera orðin vitlaus í neyslunni. Við keyptum alltof mikið af allskonar drasli. Þannig af við ákváðum í fyrra að láta hundrað þúsund kall duga okkur út mánuðinn og fara þá kannski líka meira í gegn um það hvað er til heima,“ segir Anna Lára. Þau segjast hins vegar hafa átt meira til í frystinum í upphafi árs í fyrra og gæti því orðið erfiðara að ná endum saman í ár. Anna Lára segir að krakkarnir séu spenntir að taka þátt þrátt fyrir að lítið sem ekkert verði um afþreyingu sem kostar peninga. „Þetta hjálpar þeim líka soldið að átta sig á að peningar vaxa ekki á trjánum,“ segir Anna Lára en hún ólst einmitt upp hjá einstæðri móður og voru peningar af skornum skammti. „Klósettpappír var lúxusvara sem var ekki hægt að kaupa inn á heimilið þannig við skeindum okkur með dagblöðum sem við fengum hjá kaupmanninum á horninu. Mamma þurfti virkilega að velta hverri krónu fyrir sér og þessvegna fannst mér orðið leiðinlegt hvernig við fórum með peningana okkar. Það er líka bara fullt af fólki á Íslandi sem á ekki einu sinni hundrað þúsund kalla,“ segir Anna Lára. Hún segist hafa viljað vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. Hún vill að þau viti að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. „Þau læra ekkert verðgildi peninga þegar foreldrarnir eru ekkert að spá í þeim,“ segir Anna Lára. Fjölskyldan ætlar að leyfa áhugasömum að fylgjast með átakinu á Snapchat og hafa nú þegar margir sýnt uppátækinu áhuga. Þau eru bjartsýn á að ná markmiðinu. „Ég held að þetta takist. Ég held að þetta gangi upp,“ segir Jón Marz.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klaga Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira