Engin banaslys í áætlunarflugi milli landa árið 2017 Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 1. janúar 2018 21:30 Engin farþegaþota í millilandaflugi fórst árið 2017. Vísir/AFP Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts. Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Árið 2017 er öruggasta ár í áætlunarflugi milli landa frá upphafi en samkvæmt tölum hollenska ráðgjafarfyrirtækisins To70 var ekki tilkynnt um eitt einasta banaslys á árinu. Reuters greinir frá. „2017 var öruggasta árið í flugsamgöngum til þessa,“ fullyrti Adrian Young sem starfar hjá To70. Flugöryggissamtökin the Aviation Safety Network greindu frá því að þrátt fyrir að ekkert banaslys hafi orðið í farþegaflugi milli landa hafi annars konar flugsamgöngur alls orðið 44 að bana. Hér er átt við farþegaflug innanlands þar sem ekki eru notaðar farþegaþotur til fólksflutninganna heldur farþegaflugvélar [e. airliners]. Þar af létust tólf manns í gær er flugvél flugfélagsins Nature Air, sem var af gerðinni Cessna 208 Caravan, brotlenti á Kosta Ríka. Ef tölur ársins 2017 eru bornar saman við árið 2016 má þó glöggt greina að banaslysum meðal farþegaflugvéla hefur einnig fækkað umtalsvert en 303 létust í hitteðfyrra í alls 16 slysum.Farþegum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár.vísir/afpFlugsamgöngur aukast en slysum fækkar Flugslysum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu tvo áratugina en dauðsföll voru umtalsvert fleiri árlega fyrir rúmum tíu árum en þau eru í dag. Árið 2005 létust til að mynda 1015 manns í farþegaflugi milli landa. Flugumferð hefur þrátt fyrir þetta aukist til muna síðustu ár en eftirspurn eftir farþegaflugi hefur vaxið um rúmlega sjö prósent að meðaltali á ári frá því 2015. Síðasta mannskæða flugslys þar sem farþegaþota kom við sögu varð í nóvember 2016. 71 lést í slysinu, þar á meðal 22 leikmenn brasilíska knattspyrnuliðsins Chapecoense. Slysið varð í Kólumbíu og var það rakið til eldsneytisskorts.
Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira