Forsætisráðherrann verður móðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2018 06:37 Talað var um Jacindamania eða Jacindu-brjálæði fyrir síðustu kosningar en persónufylgi hennar er mikið. VÍSIR/AFP Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00