Forsætisráðherrann verður móðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. janúar 2018 06:37 Talað var um Jacindamania eða Jacindu-brjálæði fyrir síðustu kosningar en persónufylgi hennar er mikið. VÍSIR/AFP Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni. „Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni. Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum. Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn. Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan And we thought 2017 was a big year! Clarke and I are really excited that in June our team will expand from two to three, and that we'll be joining the many parents out there who wear two hats. I'll be Prime Minister AND a mum, and Clarke will be “first man of fishing” and stay at home dad. I think it's fair to say that this will be a wee one that a village will raise, but we couldn't be more excited. I know there will be lots of questions, and we'll answer all of them (I can assure you we have a plan all ready to go!) But for now, bring on 2018. A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) on Jan 18, 2018 at 1:44pm PST
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00