Þórir um mál Noru Mörk: Nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2018 14:24 Nora Mörk hefur sýnt mikinn styrk í þessu leiðinlega máli. Vísir/Getty Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. Handboltakonan Nora Mörk hefur nú hótað því að hætta að spila með norska landsliðinu en Þórir vonast til að geta sannfært hana um að halda áfram. Nora Mörk segir að norska handboltasambandið hafi reynt að fela þá staðreynd að leikmenn norska karlalandsliðsins voru uppvísir að því að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af Noru Mörku sem hafði verið stolið úr síma hennar. „Þetta er skelfilega leiðinlegt og hræðilegt að þetta mál sé komið í þessa stöðu,“ sagði Þórir Hergeirsson í samtali við Verdens Gang. Næstu leikir norska landsliðsins eru í undankeppni næsta Evrópumóts þar sem Noregur mætir Króatíu í tveimur leikjum í mars. Evrópumótið fer síðan fram í Frakklandi í desember. „Ég er bjartsýnn á að hún haldi áfram með landsliðinu. Við erum að vinna í því,“ sagði Þórir. Thorir Hergeirsson om Mørk-saken: – Beklagelig og fryktelig leit https://t.co/Jl07VI09GC — VG (@vgnett) January 16, 2018 Það var mikið áfall fyrir Noru Mörk þegar hún komst að því að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa á milli sín myndunum af henni.Vísir/gettyÞórir staðfestir það að norska sambandið hafi fengið að vita af þessu 3. nóvember síðastliðinn. „Ég sendi þessar upplýsingar áfram á framkvæmdastjórann. Ég vil samt ekki ræða það meira. Það þarf að taka á þessu í stjórninni,“ sagði Þórir. „Ég hef reynt eftir minni bestu getu að styðja við bakið á Noru. Enginn okkar getur vitað hvað hún gekk í gegnum. Það var nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst,“ sagði Þórir. Þórir hrósar Noru fyrir að klára heimsmeistaramótið þar sem hún varð markahæsti leikmaðurinn og var kosin í úrvalslið mótsins. „Nora er mjög flott stelpa. Hún er mjög andlega sterk. Það eru ekki margir sem hefðu getað klárað stórmót verandi í hennar stöðu,“ sagði Þórir. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. 18. desember 2017 15:15 Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Nora Mörk varð fyrir áfalli þegar nektarmyndir af henni fóru í dreifingu á internetinu. 20. desember 2017 13:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni. 11. desember 2017 09:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Þórir Hergeirsson, íslenski þjálfarinn hjá norska kvennalandsliðinu í handbolta, hefur nú tjáð sig um nýjustu fréttirnar af máli Noru Mörk. Það allt á öðrum endanum í norska handboltasambandinu og það í miðju Evrópumóti karla. Handboltakonan Nora Mörk hefur nú hótað því að hætta að spila með norska landsliðinu en Þórir vonast til að geta sannfært hana um að halda áfram. Nora Mörk segir að norska handboltasambandið hafi reynt að fela þá staðreynd að leikmenn norska karlalandsliðsins voru uppvísir að því að dreifa sín á milli viðkvæmum myndum af Noru Mörku sem hafði verið stolið úr síma hennar. „Þetta er skelfilega leiðinlegt og hræðilegt að þetta mál sé komið í þessa stöðu,“ sagði Þórir Hergeirsson í samtali við Verdens Gang. Næstu leikir norska landsliðsins eru í undankeppni næsta Evrópumóts þar sem Noregur mætir Króatíu í tveimur leikjum í mars. Evrópumótið fer síðan fram í Frakklandi í desember. „Ég er bjartsýnn á að hún haldi áfram með landsliðinu. Við erum að vinna í því,“ sagði Þórir. Thorir Hergeirsson om Mørk-saken: – Beklagelig og fryktelig leit https://t.co/Jl07VI09GC — VG (@vgnett) January 16, 2018 Það var mikið áfall fyrir Noru Mörk þegar hún komst að því að leikmenn karlalandsliðsins hafi verið að dreifa á milli sín myndunum af henni.Vísir/gettyÞórir staðfestir það að norska sambandið hafi fengið að vita af þessu 3. nóvember síðastliðinn. „Ég sendi þessar upplýsingar áfram á framkvæmdastjórann. Ég vil samt ekki ræða það meira. Það þarf að taka á þessu í stjórninni,“ sagði Þórir. „Ég hef reynt eftir minni bestu getu að styðja við bakið á Noru. Enginn okkar getur vitað hvað hún gekk í gegnum. Það var nógu erfitt fyrir hana að segja mér hvað hafði gerst,“ sagði Þórir. Þórir hrósar Noru fyrir að klára heimsmeistaramótið þar sem hún varð markahæsti leikmaðurinn og var kosin í úrvalslið mótsins. „Nora er mjög flott stelpa. Hún er mjög andlega sterk. Það eru ekki margir sem hefðu getað klárað stórmót verandi í hennar stöðu,“ sagði Þórir.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. 18. desember 2017 15:15 Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00 Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Nora Mörk varð fyrir áfalli þegar nektarmyndir af henni fóru í dreifingu á internetinu. 20. desember 2017 13:00 Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00 Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni. 11. desember 2017 09:00 Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Leikmaður Frakklands: Gott að sjá Noru Mørk gráta Alexandra Lacrabére, leikmaður nýkrýndra heimsmeistara Frakka í handbolta kvenna, sagði að norska liðið hafi sýnt hroka fyrir úrslitaleikinn á HM í gær. 18. desember 2017 15:15
Viðkvæmum myndum af einni bestu handboltakonu heims dreift á netinu Óprúttinn aðili braust inn í síma Noru Mørk, einnar bestu handboltakonu í heimi, í haust og stal þaðan persónulegum myndum og dreifði á veraldarvefnum. 14. nóvember 2017 13:00
Þórir um Noru Mörk: Hefði ekki getað verið á betri stað en hjá okkur í landsliðinu Nora Mörk varð fyrir áfalli þegar nektarmyndir af henni fóru í dreifingu á internetinu. 20. desember 2017 13:00
Nora Mörk: Myndirnar af mér voru í dreifingu hjá karlalandsliðinu Svo gæti farið að ein besta handboltakona heims hætti að gefa kost á sér í norska kvennalandsliðið en ástæðan er framkoma leikmanna norska karlalandsliðsins og feluleikur norska handboltasambandsins. 16. janúar 2018 09:00
Krefur dólgana sem dreifðu nektarmyndum af henni um rúmar 28 milljónir Norska landsliðskonan í handbolta, Nora Mørk, krefst rúmlega 28 milljóna króna í skaðabætur frá mönnunum sem dreifðu nektarmyndum af henni. 11. desember 2017 09:00
Nora Mörk kærir fimmtán menn fyrir að dreifa myndunum af sér Norska handboltakonan Nora Mörk ætlar ekki gefa neitt eftir í baráttunni við þá óprúttnu aðila sem brutust inn í símann hennar í haust og komust yfir viðkvæmar myndir af henni. 15. nóvember 2017 16:05