Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenska orkufyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur samið við stjórnvöld í Eþíópíu um uppbyggingu tveggja fimmhundruð megavatta jarðhitavirkjana. Þetta eru langstærstu samningar sem Íslendingar hafa gert erlendis á sviði orkumála og skila tugmilljarða króna tekjum til Íslands á næstu árum. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar förum við líka yfir landslagið í komandi leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins en fimm sækjast eftir því að leiða listann, fjórir karla og ein kona.

Þá fjöllum við um átak sem embætti landlæknis ætlar í, þar sem lögleg lyf eru óvíða misnotuð jafn mikið af fólki með alvarlegan fíkniefnavanda og hér á landi.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×