Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Konur með alvarlega geðsjúkdóma sem jafnframt eru í fíkniefnaneyslu festast mánuðum saman inni á geðdeild vegna skorts á búsetuúrræðum. Þessi hópur kvenna er sérlega viðkvæmur og eru mörg dæmi um að konur verði fyrir kynferðisofbeldi eða leiðist út í vændi þegar þær eru á götunni. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar skoðum við líka nýja Vestmannaeyjaferju, sem fær nafnið Vilborg ef smíðanefnd fær að ráða og lítum yfir 90 ára sögu skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi, en haldið verður upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti í kvöld. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×