Gylfi segist ekkert hafa að óttast Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2018 16:30 Báðir verkalýðsforingjarnir fagna auknu framboði af fólki sem vill leggja sitt af mörkum í verkalýðshreyfingunni. Mynd/samsett Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“ Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Framboðsfrestur til embættis formanns Eflingar rann út klukkan fjögur. Tvö hafa gefið kost á sér, Ingvar Vigur Halldórsson, sem nýtur stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem nýtur stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR en stuðningsmenn hennar héldu framboðsfund í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Aðalfundur Eflingar fer fram þann 26. apríl næstkomandi og mun ný stjórn taka við á þeim fundi. Allt stefnir í að stjórnarkjör Eflingar verði liður í áframhaldandi uppgjöri á milli fylkinga innan verkalýðshreyfingarinnar. Ragnar Þór segir að ef Sólveig Anna sigri formannskjörið þurfi Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, að íhuga stöðu sína. Hann segir að til dæmis hafi stuðningur við sig sjálfan í embætti formanns VR verið ákall á breytingar í forystu verkalýðshreyfingarinnar og það sama sé uppi á teningnum með formannskosningu í Eflingu. „Þetta er það sem fólkið er að kalla eftir.“ Hann segir forystu ASÍ ítrekað hafa hafnað tillögum sem studdar séu af meirihluta félagsmanna innan hreyfingarinnar. „Þetta taktleysi forystunnar við grasrótina er algjört og ég skil ekki hvað menn eru hræddir við að fá mótframboð inni í Eflingu. Við eigum að fagna því ef að fólkið sem að við störfum í umboði fyrir hafi valkost.“Sólveig Anna Jónsdóttir skilar inn framboði sínu á skrifstofu Eflingar í dag.Mynd/EyþórGylfi lítur ekki svo á að formannskosningin í Eflingu hafi áhrif á stöðu sína og óttast ekkert í þeim efnum. Hann segir verkalýðshreyfinguna lýðræðislegan vettvang og fagnar því að fleiri vilji koma að starfsemi hennar. Hann hefur ekki gert það upp við sig hvort hann muni gefa áframhaldandi kost á sér sem forseti ASÍ og reiknar með að upplýsa um það þegar nær dregur sumri. „Það getur vel verið að breytingar í áherslum félagsmanna rati inn á þing Alþýðusambandsins og það er bara ekkert að því og eðlilegt í okkar hreyfingu,“ segir Gylfi og óttast ekki slíkar breytingar. „Ég bara fagna því að það séu fleiri sem vilja gefa sig í þetta erfiða verkefni okkar sem er að glíma við okkar gagnaðila og okkar stjórnvöld. Ég hef sagt það að það verði best unnið í samstarfi og samvinnu, mér þykir þetta ekki endilega bera vott um það en menn ráða því sjálfir hvernig þeir koma að hlutunum og verða þá að bera ábyrgð á því líka.“ Gylfi segir það þá óvanalegt að formenn aðildarfélaga ASÍ hlutist til um innri málefni annarra aðildarfélaga. „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni lengi og ég man ekki eftir að hafa séð þetta svona,“ segir Gylfi. „Auðvitað er þetta innri málefni Eflingar og það er félaganna að kjósa og skipa sína forystu. Maður veit ekkert hvað félagsmenn Eflingar munu gera, þeira ráða þessu.“ Ragnar Þór segir þetta einfaldlega hluta af pólitíkinni innan verklýðshreyfingarinnar og að Gylfi sjálfur hafi hlutast til um málefni aðildarfélaga ASÍ. „Þeir sem hafa starfað innan verkalýðshreyfingarinnar þekkja pólitíkina þar mæta vel,“ segir Ragnar „Afskipti forsetans af öðrum félögum hefur verið þekkt innan hreyfingarinnar. Hann hefur til dæmis haft afskipti af málefnum VR. Núna síðast hefur hann verið í tölvupóstsamskiptum til trúnaðarráðs og stjórnar VR vegna þess að við höfum verið að ræða aðild okkar að ASÍ og [Landssambandi Íslenskra Verslunarmanna].“
Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira