„Dóra Takefusa skellti sér inn á klósett og klippti á sig topp“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2018 10:30 Þórunn fer á sviðið 10. febrúar. Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Þórunni Antoníu að svara spurningum Vísis. Þórunn mun flytja lagið Ég mun skína eftir hana sjálfa og Agnar Friðbertsson, en hún stígur á sviðið í Hákólabíói 10. febrúar. Hér að neðan má kynnast söngkonunni betur og fá söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Af því að mér fannst það spennandi og lítur út fyrir að vera skemmtilegt ferli, ég hef alltaf sagt að einn daginn prófi ég þetta ævintýri. Þetta er bara svo gaman og íslenska þjóðin elskar þetta og hatar reyndar líka. Þetta er alveg pressa.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Ef við eigum atkvæðið skilið með góðri frammistöðu þá er það óskandi, ég vil að fólk kjósi eftir hverju það hrífst af. En ég mun líka alltaf reyna mitt besta og verða landi og þjóð til sóma ef ég vinn þessa skemmtilegu keppni.Uppáhalds íslenska Eurovision lag og af hverju? „Daði og Svala í fyrra voru bæði með æðisleg lög.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin? „Frá barnæsku er það eftirvænting, mamma að poppa og ég spennt að sjá öll atriðin en í seinni tíð er það klárlega þegar góð vinkona mín hún Dóra Takefusa skellti sér inná klósett í Eurovision partýi og klippti á sig topp um leið og Loreen vann og kom svo út og dansaði við lagið. Það var sjúklega fyndið og skemmtilegt.“Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju? „Euphoria ekki spurning!! Það er bara eitthvað svo ótrúlega epískt og Loreen er ótrúleg söngkona.“Um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um að stíga upp úr erfiðleikum, að halda í von í gegnum veikindi og að gefast ekki upp. Við erum partur af stórri heild og tunglið og stjörnurnar skína skærast þegar nóttin er svört og það er mikilvægt að ímynda sér það besta. Þegar mér líður illa er þetta góð mantra. Ég mun skína, það mun ekkert stöðva mig.“Lag: Ég mun skína / ShineHöfundar lags: Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson Höfundur íslensks texta: Þórunn Antonía Höfundur ensks texta: Þórunn Antonía Flytjandi: Þórunn AntoníaHér fyrir neðan má hlusta á Ég mun skína.Hér fyrir neðan má hlusta á Shine. Eurovision Tengdar fréttir „Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 26. janúar 2018 13:00 Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30 „Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30 Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Sjá meira
Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. Keppninni lýkur svo með úrslitakeppni í Laugardalshöll þann 3. mars og fer sigurvegarinn fyrir Íslands hönd í Eurovision í Lissabon í maí. Tólf atriði taka þátt í Söngvakeppninni að þessu sinni og mun Lífið ræða við flytjendur úr hverju atriði. Allir fengu þeir sömu spurningar og er nú komið að Þórunni Antoníu að svara spurningum Vísis. Þórunn mun flytja lagið Ég mun skína eftir hana sjálfa og Agnar Friðbertsson, en hún stígur á sviðið í Hákólabíói 10. febrúar. Hér að neðan má kynnast söngkonunni betur og fá söguna á bakvið lagið sjálft:Af hverju ákvaðst þú að taka þátt? „Af því að mér fannst það spennandi og lítur út fyrir að vera skemmtilegt ferli, ég hef alltaf sagt að einn daginn prófi ég þetta ævintýri. Þetta er bara svo gaman og íslenska þjóðin elskar þetta og hatar reyndar líka. Þetta er alveg pressa.“Af hverju ætti íslenska þjóðin að kjósa ykkur? „Ef við eigum atkvæðið skilið með góðri frammistöðu þá er það óskandi, ég vil að fólk kjósi eftir hverju það hrífst af. En ég mun líka alltaf reyna mitt besta og verða landi og þjóð til sóma ef ég vinn þessa skemmtilegu keppni.Uppáhalds íslenska Eurovision lag og af hverju? „Daði og Svala í fyrra voru bæði með æðisleg lög.“Eftirminnilegasta Eurovison minningin? „Frá barnæsku er það eftirvænting, mamma að poppa og ég spennt að sjá öll atriðin en í seinni tíð er það klárlega þegar góð vinkona mín hún Dóra Takefusa skellti sér inná klósett í Eurovision partýi og klippti á sig topp um leið og Loreen vann og kom svo út og dansaði við lagið. Það var sjúklega fyndið og skemmtilegt.“Uppáhalds erlenda Eurovision lag og af hverju? „Euphoria ekki spurning!! Það er bara eitthvað svo ótrúlega epískt og Loreen er ótrúleg söngkona.“Um hvað fjallar lagið? „Lagið fjallar um að stíga upp úr erfiðleikum, að halda í von í gegnum veikindi og að gefast ekki upp. Við erum partur af stórri heild og tunglið og stjörnurnar skína skærast þegar nóttin er svört og það er mikilvægt að ímynda sér það besta. Þegar mér líður illa er þetta góð mantra. Ég mun skína, það mun ekkert stöðva mig.“Lag: Ég mun skína / ShineHöfundar lags: Þórunn Antonía og Agnar Friðbertsson Höfundur íslensks texta: Þórunn Antonía Höfundur ensks texta: Þórunn Antonía Flytjandi: Þórunn AntoníaHér fyrir neðan má hlusta á Ég mun skína.Hér fyrir neðan má hlusta á Shine.
Eurovision Tengdar fréttir „Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 26. janúar 2018 13:00 Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30 „Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30 Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Sjá meira
„Fannst ég svo velkomin á þetta góða heimili“ Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 26. janúar 2018 13:00
Lag sem amma og afi geta sungið fyrir börnin Söngvakeppnin 2018 hefst þann 10. febrúar með fyrra undanúrslitakvöldinu. Þann 17. febrúar fer síðan fram seinna kvöldið. 25. janúar 2018 10:30
„Textinn saminn undir áhrifum menningarbyltinga síðustu mánaða“ Dagur mun flytja lagið Í stormi / Saviours eftir Júlí Heiðar Halldórsson 24. janúar 2018 10:30