Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 18:51 Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður. Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður.
Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira