Erlent

Birta myndband af lestarslysi á Ítalíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Farþegar lestarinnar segja hana hafa titrað um skeið áður en hún fór af sporunum.
Farþegar lestarinnar segja hana hafa titrað um skeið áður en hún fór af sporunum. Vísir/EPA
Lögreglan í Mílan hefur birt myndband af upphafi lestarslyss þar í borg á fimmtudaginn. Af um 250 farþegum létu minnst þrír lífið og tugir slösuðust. Þar af nokkrir mjög alvarlega. Myndbandið sem um ræðir er úr öryggisvélum á lestarstöð og var það tekið nokkrum mínútum áður en slysið sjálft varð. Farþegar lestarinnar segja hana hafa titrað um skeið áður en hún fór af sporunum.

Talsmaður Trenord, fyrirtækisins sem heldur utan um rekstur lestarinnar, segir hana hafa verið á hefðbundnum hraða þegar slysið varð.



Á myndbandinu má sjá að einn lestarvagninn virðist sitja neðar á teinum en hinir og sömuleiðis virðist hann vera skakkur.

Árið 2016 dóu 23 þegar tvær lestar skullu saman í Puglia. Þá dóu 32 árið 2009 þegar flutningalest með eldsneyti fór af sporunum í Viareggio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×