Erlent

Sádíarabískur prins laus úr haldi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Alwaleed bin Talal er einn ríkasti maður heims. Eignir hans eru metnar á einn milljarð dollara, eða rúmlega hundrað milljörðum króna.
Alwaleed bin Talal er einn ríkasti maður heims. Eignir hans eru metnar á einn milljarð dollara, eða rúmlega hundrað milljörðum króna. Vísir/Getty
Sádíarabíski prinsinn Alwaleed bin Talal, einn ríkasti maður heims, er laus úr haldi. Milljarðamæringurinn var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um spillingu. BBC greinir frá þessu.

Fleiri en tvö hundruð prinsar, stjórnmálamenn og auðjöfrar voru handteknir á sama tíma og Talal í herferð sádíarabíska krónprinsins Mohammad bin Salman sem miðuðu að því að uppræta spillingu í landinu.

Frá því í nóvember hafa allir þeirra einstaklinga sem handteknir voru dvalið á Ritz Carlton hótelinu í höfuðborginni Riyadh. 

Sádíarabísk stjórnvöld sögðu í samtali við Reuters fréttastofuna að prinsinum hafi verið sleppt eftir að komist hafi verið að fjárhagslegu samkomulagi. 

„Ríkissaksóknarinn samþykkti í morgun samkomulag sem náðist við prins Alwaleed bin Talal og hann sneri aftur heim til sín klukkan ellefu í morgun,“ sagði fulltrúi stjórnvalda við Reuters.

Prinsinn hefur lýst yfir stuðningi við krónprinsinn og sagt að hann hafi ekki verið ákærður. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×