Erlent

Sögulegt flóð í Signu á að ná hámarki um helgina

Kjartan Kjartansson skrifar
Zouave-styttan á Alma-brúnni í París hefur gjarnan verið notuð til að mæla vatnshæð í Signu. Áin nær styttunni nú upp á læri. Í miklu flóði árið 1910 náði vatnið styttunni upp á hálsi.
Zouave-styttan á Alma-brúnni í París hefur gjarnan verið notuð til að mæla vatnshæð í Signu. Áin nær styttunni nú upp á læri. Í miklu flóði árið 1910 náði vatnið styttunni upp á hálsi. Vísir/AFP
Íbúar og eigendur fyrirtækja nærri bökkum árinnar Signu í París fylgjast nú grannt með miklum vatnavöxtum í henni. Hækkað hefur um nokkra metra í ánni vegna gríðarlegrar úrkomu undanfarið og á flóði að ná hámarki um helgina.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að sérfræðingar spái því að þegar flóðið nái hámarki standi áin um fjórum metrum hærra en hún gerir að jafnaði. Kjallarar í sumum hlutum borgarinnar hafa þegar byrjað að leka vegna flóðsins.

Úrkoman í desember og janúar er nú sú þriðja mesta sem sögur fara af samkvæmt frönsku veðurstofunni. Flóðið hefur þegar raskað samgöngum. Farþegalestarsamgöngur liggja niðri að hluta til og þá hafa siglingar á ánni stöðvast.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir að flóðið nú ásamt miklum hitabylgjum síðustu sumur sýni hvernig borgin sé að aðlagast loftslagsbreytingum á jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×