Erlent

Lögreglan mætti á sýningu bannaðrar gamanmyndar í Moskvu

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumaður gengur inn í Pioneer-kvikmyndahúsið í Arbat-hverfi Moskvu.
Lögreglumaður gengur inn í Pioneer-kvikmyndahúsið í Arbat-hverfi Moskvu. Vísir/AFP
Rússneska menningarráðuneytið segir að stjórnendur kvikmyndahúss í Mosvku sem sýndu breska gamanmynd án leyfis verði sóttir til saka. Myndin fjallar um valdabaráttu eftir dauða Jósefs Stalín og hefur ráðuneytið bannað sýningu hennar. Lögreglumenn mættu í kvikmyndahúsið.

„Dauði Stalíns“ er háðsádeila sem sýnir pólitískan hráskinnaleik í Moskvu eftir dauða Stalíns, einræðisherra Sovétríkjanna, árið 1953. Margar persónur myndarinnar eru áhrifamenn úr sögu Sovétríkjanna.

Menningarmálaráðuneytið bannaði sýningu myndarinnar í Rússland á „siðferðislegum“ forsendum. Myndin gæti móðgað eldri kynslóðir Rússa vegna þess að hún hendir gaman að Sovétríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Stalín nýtur enn nokkurrar aðdáunar í Rússlandi, ekki síst í tíð Vladimírs Pútín, forseta, þrátt fyrir að milljónir manna hafa verið drepnir eða fangelsaðir í stjórnartíð einræðisherrans.

Hægt er að sjá stiklu fyrir myndina í myndbandinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×