Trump mærir efnahagsástand Bandaríkjanna og lýsir frati á fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2018 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Alþjóðaefnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í dag að aldrei hafi verið hagkvæmara að ráða fólk, framkvæma og fjárfesta í Bandaríkjunum eins og nú. Þá réðst hann harkalega að fjölmiðlum sem hann sagði andstyggilega, illgjarna og grimma í fölskum fréttaflutningi sínum. Donald Trump kom til Davos í Sviss í gær þar sem hann ávarpaði árlegan fund World Economic Forum samtakanna í dag, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að mæta á þessa samkomu frá því Bill Clinton gerði það árið 2000. Árlega mæta um 2.500 leiðtogar viðskiptalífs, stjórnmálaleiðtogar, hagfræðingar og leiðtogar alþjóðlegra stofnana til þessa fundar og mikil eftirvænting var fyrir ávarpi Bandaríkjaforseta. Fréttamenn hópuðust að forsetanum og reyndu sumir að spyrja hann út frétt New York Times frá í gær að forsetinn hafi ætlað að reka sérstakan rannsakanda Robert Mueller úr embætti en hann rannsakar tengsl kosningateymis Trump, nánustu ráðgjafa hans og jafnvel hans sjálfs við Rússa. Blaðið segir hann hafa hætt við að reka Mueller þegar helstu lögfræðingar Hvíta hússins hótuðu að hætta störfum. „Hvað um Robert Mueller? Falsfréttir, falsfréttir. Týpísk falsfrétt frá New York Times,“ sagði Trump. Forsetinn áritaði hins vegar með ánægju forsíðu Blick helsta dagblaðs Sviss þar sem ánægju var lýst með komu hans til Davos. Í ávarpi sínu sagði forsetinn umheiminn nú verða vitni að mikilli hagsæld í Bandaríkjunum sem aldrei hefðu verið eins sterk og nú. „Ég er með skýr skilaboð. Það hefur aldrei verið betri tími en nú til að ráða starfsfólk, til að byggja og til að fjárfesta í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru opin fyrir viðskiptum og við erum samkeppnishæf á ný,“ sagði Trump. Hann varaði hins vegar þjóðir við því sem hann sagði óheiðarlegir viðskiptahættir gagnvart Bandaríkjunum. Forsetinn svaraði spurningum fundargesta að loknu ávarpi sínu og eins og venjulega vandaði hann fjölmiðlum ekki kveðjurnar, en hann segir allar fréttir af frjálslegri túlkun hans á sannleikanum og misgjörðum hans vera falskar fréttir. „Þegar ég var í viðskiptum þá fóru fjölmiðlar ætíð mjúkum höndum um mig. Þið vitið, tölurnar tala sínu máli og hlutir gerast en fjölmiðlar hafa alltaf verið mér mjög góðir. Það var ekki fyrr en ég varð stjórnmálamaður að ég komst að því hversu ógeðfelldir, illgjarnir, grimmir og falskir fjölmiðlar geta verið. Og nú suða myndavélarnar þarna baka til.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35 Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53 Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Púað á Trump í Davos Forsetinn hvatti fjárfesta til að eyða peningum í Bandaríkjunum og skaut inn gagnrýni á Demókrataflokkinn og fjölmiðla. 26. janúar 2018 16:35
Trump ætlaði að reka Mueller Bandaríkjaforsetinn Donald Trump var kominn á fremsta hlunn með að reka sérstaka rannsakandann Robert Mueller, sem kannar tengsl kosningaliðs forsetans við Rússa, í júní í fyrra. 26. janúar 2018 07:53
Trump reynir að selja alþjóðaviðskiptastefnu sína í Davos Bandaríkjaforseti mætti til Davos í Sviss í morgun til að taka þátt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum). 25. janúar 2018 10:53