Erlent

Borða fjórðung Nutella heimsins og slást þegar það er ódýrt

Samúel Karl Ólason skrifar
Nauðsynlegt reyndist að kalla lögreglu til í einni verslun þar sem til slagsmála kom á milli viðskiptavina. Gærdagurinn minnti marga á Black Friday í Bandaríkjunum.
Nauðsynlegt reyndist að kalla lögreglu til í einni verslun þar sem til slagsmála kom á milli viðskiptavina. Gærdagurinn minnti marga á Black Friday í Bandaríkjunum.
Það kom ef til vill mörgum á óvart í gær þegar myndbönd náðust af Frökkum berjast um dósir af Nutella sem voru á miklum afslætti. Fjölmiðlar ytra sögðu óeirðir hafa myndast í verslunum Inertmarché þar sem súkkulaðihnetusmjörið var á 70 prósent afslætti.

Nauðsynlegt reyndist að kalla lögreglu til í einni verslun þar sem til slagsmála kom á milli viðskiptavina. Gærdagurinn minnti marga á Black Friday í Bandaríkjunum.

Sjá einnig: „Óeirðir“ í frönskum matvöruverslunum vegna Nutella

Nutella nýtur gífurlegra vinsælda í Frakklandi og borða Frakkar um það bil fjórðung af þeim 365 þúsund tonnum sem framleidd eru á heimsvísu og seld í 160 löndum. Það samsvarar um 90 þúsundum tonna á ári.

Samkvæmt World Factbook bjuggu tæplega 63 milljónir manna í Frakklandi í júlí í fyrra. Það samsvarar því að hver Frakki borði tæplega eitt og hálft kíló af Nutella á ári.

Þó Nutella sé einstaklega vinsælt í Frakklandi, þá er það frá Ítalíu. Það var þróað af Ferrero fjölskyldunni í Piedmont héraði Ítalí á fimmta áratug síðustu aldar. Það hérað er einmitt frægt fyrir ræktun heslihneta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×